Vel heppnað Eyjakvöld á Spot.

Myndir af kvöldinu fylgja frétt.

2.Apríl'10 | 01:57
Styrktarkvöldið á Spot Kópvogi miðvikudaginn 31. Mars heppnaðist með eindæmum vel. Kokkanir stóðu heldur betur fyrir sínu ásamt skemmtikröftum kvöldsins sem voru hver af öðrum betri.
Kvöldið sóttu um 100 manns í borðhaldi. Tríkot héldu svo ball eftir miðnætti.
Kokkanir í eldhúsinu töfruðu fram frábæran 4 rétta matseðil sem lék við bragðlaukana, fá þeirr stórt hrós fyrir sitt framlag.
 
Páll Magnússon var veislustjóri kvöldsins og fékk hana Eddu Andrésardóttir til að rifja upp tíma sína í Vestmannaeyjum til mikillar skemmtunar viðstaddra. Næstur á svið steig Gói skemmtikraftur og var þræl skemmtilegur með syrpuna sína úr Eurovison. Ingó Idol kom svo tók nokkur lög á gítarinn með góðum viðtökum viðstaddra. Buffið stigu á svið með Pétri Jesús í fararbroddi og aldrei klikka þeir Buff bræður á sviði. Bjartmar Guðlaugs mætti auðvitað líka og tók gítarinn á loft og sló í gegn. Hoffman enduðu svo dagskrá kvöldsins og rokkuðu þakið af húsinu og enduðu að sjálfsögðu á slor á skít.
 
Frábært kvöld hjá peyjunum í meistaraflokki og vonandi orðinn árlegur viðburður. Strákanir halda út til Spánar í æfingarferð yfir páskana til að gera sig tilbúna fyrir komandi átök í Íslandsmótinu.
 
Leikmenn og stjórn ÍBV vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra sem komu af þessu kvöldi og gáfu vinnu sína við þetta frábæra kvöld.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.