Boðar framboð óháðra í komandi sveitastjórnarkosningum

1.Apríl'10 | 11:38

Tobbi

Kosið verður til sveitastjórna þann 29.maí næstkomandi og eru stjórnmálaöflin í Vestmannaeyjum á fullu að undirbúa sína framboðslista. Ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum á röðun efstu manna enda allir bæjarfulltrúar búnir að tilkynna áhuga á áframhaldandi setu í bæjarstjórn. En ekki er útilokað að listi óháðra muni bjóða fram að þessu sinni en fundur áhugasamra um framboðið verður í kvöld.
 
Í kvöld hefur þó verið boðað til fundar þeirra sem hafa áhuga á framboði óháðra fyrir komandi sveitastjórnarkostninga og verður fundurinn í Lundann klukkan 21:30. Sá sem stendur fyrir fundinum er Þorbjörn Víglundsson og heyrði ritstjóri eyjar.net í Þorbirni fyrr í dag varðandi fundinn í kvöld. „Ég sá niðurstöður skoðannakönnunar fyrir Reykjavík og sá þar að Jón Gnarr var að ná miklu fylgi sem óháður frambjóðandi og hugsaði með mér afhverju óháðir væru ekki með framboð í Vestmannaeyjum líka. Við erum of föst í þessum fjórflokki sem öllu hefur ráðið og það er kominn tími á að almenningur láti til sín taka í eyjum sem og annarsstaðar. Ég ætla að hafa samband við Jón Gnarr eftir páskahelgina og óska eftir því að við fáum að nota sama nafn hér í eyjum fyrir framboðið.
 
„Ég hef rætt við mikið af fólki í eyjum síðustu daga og það er mikill áhugi á þessu framboði og ég býst við góðri mætingu í kvöld á Lundan. En hugsunin með framboðinu verður sú að frambjóðendur skipti með sér fundarsetu í bæjarstjórn og þannig komum við fleiri hugmyndum á framfæri hverju sinni. Eitt af þeim málum sem að ég vil berjast fyrir í komandi kostningum er að stöðva byggingu knattspyrnuhús og láta peningana frekar renna til listamanna í eyjum því að þeir eru svo fáir í dag. Við þurfum að hugsa betur um listina og menninguna því að hún á undir högg að sækja í dag síðan geta aðrir frambjóðendur komið fram með sín mál á hverjum bæjarstjórnarfundi.
 
Þeir sem hafa áhuga að taka þátt í framboði óháðra geta mætt í kvöld í Lundann klukkan 21:30.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).