Félagar úr Leikfélagi Vestmannnaeyja lesa píslasögu Krists

Dagskrá Landakirkju yfir páskahátíðina

31.Mars'10 | 07:53

Landakirkja

Guðsþjónustur í Landakirkju í kyrruviku og um páska verða hver með sínu móti enda eru helgidagarnir ólíkir. Allir eru þeir hlaðnir merkingu og þeir semvná að koma í allar guðsþjónusturnar finna hvernig þeir túlka sögu dagana á áhrifaríkan hátt á þessari mestu hátíð kristinna manna.
 
Á skírdagskvöld er minning um síðustu kvöldmáltíðina og þá er að sjálfsögðu altarisganga. Í lok þessarar kvöldmessu verður altarið afskrýtt og sveipað svörtu. Þannig verður umbúnaður altarisins fram á laugardag.

Föstudaginn langa verður píslarsaga Jesú Krists lesin og valdir passíusálmar. Það verða félagar úr Leikfélagi Vestmannaeyja sem lesa. Þegar líður á þessa stund verða síðustu orð Krists á krossinum lesin og guðsþjónustunni lýkur með tignun krossins. Kór Landakirkju leggur meira í tónlistarflutning í þessari guðsþjónustu en gengur og gerist.

Á páskadagsmorgunn er hátíðarguðsþjónusta árla dags kl. 8. Þetta er björt stund og hátíðleg. Að henni lokinni býður Landakirkja til morgunverðar í safnaðarheimilinu, rúnnstykki og vínarbrauð.
Hátíðarguðsþjónusta verður á Hraunbúðum þegar lýður á morguninn, kl. 10.30 og eru allir velkomnir þangað líka.

Annan í páskum er barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Þar syngja Litlir lærisveinar og farið verður yfir fagnaðarerindi páskanna.

Sóknarnefnd, starfsfólk og prestar Landakirkju óska öllum á veraldavefnum gleðilegra páska og vonar að fólk njóti þess að sækja kirkju á hátíðinni.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.