Hreinsunarátak á hafnarsvæði og nágrenni 2010

30.Mars'10 | 13:23

höfn vestmannaeyjahöfn vestmannaeyjar vestmannaeyjabær

Framkvæmda- og hafnarráð fundaði í gær og að þessu sinni voru það fjögur mál sem voru á dagskrá nefndarinnar. Farið var yfir samning Vegagerðarinnar við Eimskip útaf rekstri Herjólfs, rætt var fyrirhugað hreinsunarátak á hafnarsvæðinu, komur skemmtiferðaskipa og verklegar framkvæmdir Vestmannaeyjabæjar.
Samningur Vegagerðarinnar við Eimskip um siglingar í LandEyjahöfn frá 1. júlí 2010 til 1. september 2011.
Greint frá fundi fulltrúa Vm.hafnar með fulltrúum Vegagerðar og Eimskipa 16. mars sl. v/ hafnar- og þjónustugjalda Vm.hafnar við m/s Herjólf og áhrif fjölgunar ferða með tilkomu Landeyjahafnar frá 1. júlí nk. á heildarfjárhæð reikninga. Fyrir liggja athugasemdur Vegagerðinnar vegna hækkunar hafnar- og þjónustugjalda sem búið er að fara yfir.
 
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verðútreikninga Vestmannaeyjahafnar frá 1 júlí vegna hafnar- og þjónustugjalda m/s Herjólfs með þeim breytingum sem þau hafa tekið eftir viðræður við Vegagerðina.
 

 Hreinsunarátak á hafnarsvæði og nágrenni 2010
Sveinn R Valgeirsson fór yfir væntanlegt hreinsunarátak á hafnarsvæði og framgang þess á næstunni.
Ráðið leggur áherslu á að hreinsunarátaki á hafnarsvæði verði lokið fyrir lok apríl en um sama leiti fer í gang hið árlega hreinsunarstarf á bæjarlandinu.
 
Skemmtiferðaskip til Vestmannaeyja 2010
Andrés Þ Sigurðusson greindi frá komu skemmtiferðaskipa í sumar en fram kom að 23 skip hafa bókað komu til Vestmannaeyja en fyrsta skipið kemur 24. maí, þar af er áætlað að 5 skip munu liggja á ytri höfninni vegna stærðar. Kristín Jóhannsdóttir fór yfir þau mál sem snúa að Vestmannaeyjabæ og aðkomu bæjarins að þessum málum.
 
 
 
 
 
 Verklegar framkvæmdir Vestmannaeyjabæjar 2010
Ólafur Þ Snorrason gerði grein fyrir verklegum framkvæmdum hjá Vestmannaeyjabæ. Var fjallað um útisvæði við Íþróttamiðstöð,upptökumannvirki Vestmannaeyjahafnar og Fráveitu Vestmannaeyja
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.