Spjall við Gyðu Arnórsdóttir íþróttakonu.

27.Mars'10 | 22:18
Eftir síðsta viðtal fengum við ábendingu um næsta viðtal vikunar. Þetta er kona sem fer lítið fyrir en hefur afrekað margt og er frábær fyrirmynd fyrir samfélagið. Umrædd er Gyða Arnórsdóttir sem vann Lífstílsmeistarann í ár og stefnir langt í komandi keppnum. Hún var að sjálfsögðu til í spjall við okkur þar sem við ræðum m.a um áhuga hennar á þessum keppnum og afrek.
Við hvað starfar þú?
Ég er hjúkrunarfræðingur og starfa á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum, er einnig í diplomanámi í hjúkrun við HA.
 
Hvað heita þær keppnir sem þú ert að taka þátt í?
Þrekmeistarinn á Akureyri sem er x2 á ári (maí og nóv) og Lífstílsmeistarinn í mars í Keflavík. Báðar keppnirnar ganga út á það að klára 10 greinar á sem skemmstum tíma og eru greinarnar áþekkar í báðum mótunum. Lífstílsmeistarinn er hjól 1,5 km (level 6), niðurtog 50 stk (25kg), róður 500m, Squat thrust 60 stk, kassauppstig 100 stk (með 5 5kg lóð), bekkjarhopp 60 stk, uppsetur 60 stk, axlarpressa 40 stk (15kg), hlaup 1km (halli 6%), bekkpressa 40 stk (25kg).
 
Er einhver möguleiki á að halda mót eins og þetta í Eyjum ?
Það hefur verið draumur okkar eyjamanna sem höfum tekið þátt í þessum keppnum að halda þrekmót í eyjum. Mótshaldarar eru með einkaleyfi á þeim keppnum sem eru í gangi í dag svo mótið þyrfti að vera með öðruvísi sniði. Við höfum haft okkar þrekmót innan Hressó og þá er alltaf mikill hasar og stemmning.
Í hverju felst þessi frábæri árangur í ?
Held það sé fyrst og fremst áhugi á hreyfingu, æfa fjölbreytt og af krafti allan ársins hring og halda sér þannig alltaf í formi. Borða fjölbreytt og næringarríkt oft á dag og eins hefur hvíld og svefn sitt að segja.
Hvernig hefur þér gengið í síðustu keppnum ?
Hef undanfarið verið í efstu 4-5 sætunum í þrekmeistarakeppninni á Akureyri, vann brons 2007 og silfur 2008. Var í fimmta sæti í Lífstílsmeistaranum í fyrra og sigraði nú í ár, en þetta er í annað sinn sem sú keppni er haldin. Þessi mót eru mjög vinsæl og keppendum hefur fjölgað mikið.
 
Hver eru helstu markmið þín í íþróttinni ?
Þetta er því miður ekki viðurkennt sem íþrótt hér á landi skv ÍSÍ en markmið mitt hefur alltaf verið að bæta tímann minn í brautinni og eins hefur verið draumur að vinna einstaklingskeppni kvenna á svona móti . Ég hef ekki endilega stefnt á að komast erlendis á svona mót en Íslendingarnir hafa verið að gera mjög góða hluti þar.
 
Hvar og hversu mikið æfir þú ?
Ég æfi x6 í viku og hvíli einn dag, venjulega á sunnudögum. Ég æfi á Hressó og hleyp líka mikið úti, þá sérstaklega á sumrin. Held að eyjan okkar sé einn skemmtilegasti staður til útihlaupa hér á landi, fjöllin, hafið, sjávarloftið, kyrrðin og svo eru brekkurnar og rokið það besta til að auka þolið.
Hvað er næst á dagskrá hjá þér ?
Það er þrekmeistaramót á Akureyri 8 maí n.k. ætli maður stefni ekki á það mót í einstaklings- og liðakeppni, það fara að öllum líkindum tvö kvennalið og vonandi eitt karlalið frá eyjum á mótið.

Eitthvað að lokum ?
Íþróttamót sem þessi eru tilvalin fyrir almenning á öllum aldri sem æfa af krafti og vilja setja sér markmið og keppa við aðra í þreki, þoli og styrk. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta betur er velkomið að setja sig í samband við mig, einnig eru góðar upplýsingar á threkmot.is og fitness.is. Takk fyrir mig og lifið heil.
 
Við þökkum Gyðu fyrir áhugavert spjall og óskum henni góðs gengins í þeim keppnum sem hún stefnir á.
 
Ef þú veist um eitthvern áhugaverðan til að spjalla við endilega láttu vita á oli@eyjar.net 
 
 
 
 
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.