Farþegafjöldi lækkaður um 136

25.Mars'10 | 13:04

Landeyjahöfn bakkafjara bakki

Farþegafjöldi með Herjólfi verður lækkaður um 136 farþega í hverri ferð í sumar. Þá verður skipið látið sigla með minni olíubirgðir en áður, til að rista ekki of djúpt við Landeyjahöfn.
 
 
Fækkun farþeganna helgast af alþjóðlegum reglum, sem settar voru eftir að ferjan Estónía fórst á Eystra salti og mikið manntjón varð. Þær ná til eldri ferja frá og með miðju sumri, en Herjólfur hefur mátt taka 524 faþega í ferð.
 
Samfara byggingu hafnarinnar á Bakka átti ný ferja , grunnristari en Herjólfur, að hefja siglingar, en fallið var frá smíði hennar eftir hrunið. Til þess að létta Herjólf, svo hann risti ekki alveg eins mikið og áður, verður siglt með minni brennsluolíu en áður, en óhætt verður að fylla bæði bíladekkin eftir sem áður.
 
Eimskip, sem sér um reksturinn var að birta sumaráætlun, frá því að höfnin á Bakka, eða Landeyjahöfn verður tilbúin fyrsta júlí. Fyrstu tvo mánuðina verða farnar 32 ferðir á milli lands og eyja á viku, sem er mun meiri ferðatíðni en nú. Siglingatíminn frá bryggju til bryggju verður 40 mínútur og fargjaldið verður þúsund krónur á mann og 15 hundruð krónur á bíl. Vegalengdin frá nýju höfninni til Reykjavíkur er 137 kílómetrar, eða 86 kílómetrum lengri en frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.