Vinur litlu barnanna.

23.Mars'10 | 08:45
Eyverjar. Helga Björk Georgsdóttir með pistil vikunnar
 
Ég horfi í augun á syni mínum og hugsa „þvílíkt kraftaverk að ég skuli eiga þessa litlu manneskju“, út frá því hugsa ég til 2008 þegar ég var send með sjúkraflugi í mars í s-20m/sek til þess eins að koma honum í þennan stóra heim sem beið hans. Það kom ekki til að ég hugsaði í hvaða heim ég var að bjóða honum í. Það var ekki fyrr en ég fékk að prófa tilfinninguna að vera mamma og átta mig að þetta líf sem ég á, ber ég fulla ábyrgð á og það er í mínum höndum að koma honum til manns og ala hann upp í öryggi, ást og hlýju.
Vissulega fæ ég hnút í magann þegar ég hugsa um hvernig græðgisvæðingin hefur farið með okkar litla , dýrmæta samfélag hér á Íslandi undanfarin ár. En ég verð að vera bjartsýn fyrir hönd litla drengsins míns og þeirra barna sem framtíðarinnar er.
 
Ég bara verð að trúa því að við fullorðna fólkið höfum kraft til að koma okkur sem fyrst út úr þessu feni sem við erum í svo að þessi litla kynslóð og næstu kynslóðir geta lifað mannsæmandi lífi þegar þær komast á legg.
 
Hlúum vel að þessum litlu sprotum því þeirra er framtíðin.
 
Við Vestmannaeyjingar búum í góðu samfélagi. Hér er dýrmætur mannauður og samheldni er mikil. Mér finnst forréttindi að hafa fengið að alast hér upp í þessu yndislega umhverfi þar sem börnin hlaupa um frjáls og örugg.
 
Hér er nóg fyrir börnin að gera, íþróttir af öllum gerðum, skátastarf, leiklist, leikjanámskeið og fl. Og fl.
 
Það er yndislegt að vakna upp á sumarmorgnum við leiki barnanna í hverfinu mínu og bíð spennt eftir að litli tveggja ára sonur minn vaxi til að komast í hópinn.
 
Hér ætlum við sko að búa.
 
Að lokum vil ég óska landsmönnum öllum bjartrar framtíðar í von um að ástandið fari batnandi
 
Kærar kveðjur
 
Helga Björk Georgsdóttir
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is