Myndir af höfninni í Bakkafjöru

19.Mars'10 | 09:34

Bakkafjara

TF-SIF, eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar, tók þessar myndir í morgun af höfninni sem nú rís í Bakkafjöru á Landeyjasandi. Myndirnar eru teknar úr 1047 feta hæð.
 
Framkvæmdir í Bakkafjöru hófust sumarið 2008 og í byrjun febrúar á þessu ári var byrjað að koma fyrir undirstöðum bryggjunnar.
Þótt aðeins séu um 13 kílómetrar milli Bakkafjöru í Landeyjum og Heimaey hefur hafnleysið á Suðurlandi komið í veg fyrir að þessi stutta vegalengd gæti nýst til og frá lands og eyjar. Því hefur þurft að sigla Herjólfi frá Þorlákshöfn til og frá eyjum en sigling þar á milli tekur um þrjá tíma. Nú grillir í að þessi siglingatími muni styttast verulega. Stefnt er að því að höfnin verði tekin í notkun 1. júlí.
 
myndirnar og fréttina má sjá hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%