Létt spjall við nýráðinn framkvæmdastjóra Knattspyrnudeildar ÍBV.

18.Mars'10 | 18:58
Eyjar.net ætlar að birta reglulega viðtöl við fólk sem tengist Vestmannaeyjum. Við munum finna áhugavert fólk og spjalla létt við það um daginn og veginn. Ef þú villt benda á einhvern áhugaverðan til að spjalla við er hægt að senda okkur tölvupóst á eyjar@eyjar.net. Að þessu sinni tókum við púlsinn á Trausta Hjaltasyni sem er nýráðinn framkvædastjóri knattspyrnudeildar ÍBV. Trausti er hress og skemmtilegur strákur og fengum við að spyrjast útí nýja starf hans og hlutverki hans sem framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar ÍBV. Viðtalið má lesa hér að neðan.
Í hverju felst starfið þitt hjá ÍBV?
Starfið tengist í raun öllu sem snýr að meistaraflokki og 2.flokki karla í fótbolta. Ég er framkvæmdastjóri knattpsyrnuráðs ÍBV og starfa því í raun undir því góða ráði.
 
Hvernig lýst þér svo á starfið?
Mjög vel, virkilega spennandi og krefjandi starf, maður hefðu auðvitað viljað byrja fyrr en nú er bara að bretta upp ermar.
 
Hvað kom til að þú sóttir um starfið?
Ég var að ljúka námi um jólin og var búinn að vera að leita mér að starfi. Eftir mikla atvinnuleit í janúar, sá ég starfið auglýst og hafði strax samband við ÍBV og lýsti yfir áhuga á starfinu. Enda sá ég þarna gott tækifæri til að starfa við helsta áhugamál mitt, og geta um leið flutt á Eyjuna björtu í suðri.
 
Hvaða menntun hefur þú lokið?
Stúdent frá FÍV og hef lokið BA prófi í Stjórnmálafræði og ML prófi í Lögfræði. Einnig kláraði ég Einkaþjálfaraskóla World Class 2009 og er með II.stig KSÍ í þjálffræðum.
 
Hvernig eru tengslin þín við ÍBV?
Spilaði með Tý og síðan ÍBV upp alla yngri flokkana, eftir 2.flokkinn hef ég spilað með KFS. KFS hefur síðan verið í miklum og góðum samskiptum við ÍBV allan þann tíma sem ég hef spilað með KFS. Það þarf auðvitað ekki að ræða það að ég hef fylgst með og stutt ÍBV frá unga aldri.
 
Ætlaru að spila með KFS í sumar?
Mig langar það alveg hrikalega mikið, en tíminn verður að leiða það í ljós, vinnan gengur auðvitað fyrir. Fyrstu tvær vikurnar í vinnunni hafa allavega ekki boðið upp á góða æfingasókn, en maður þekkir þjálfarann þar vel og hann sýnir þessu vonandi skilning ;)
 
Hvaða verkefni eru framundan hjá liðinu?
Liðið er búið að vera að spila í deildarbikarnum síðustu vikurnar, næstu helgi koma strákarnir saman í Vestmannaeyjum og æfa. Hver veit nema að það verði settur upp kveðjuleikur Malavallarins af því tilefni. Um Páskana fer liðið í æfingaferð til Spánar, sú ferð er í raun stærsti þáttur undirbúnings liðsins fyrir sumarið. Á Spáni fá strákarnir tækifæri til að æfa allir saman við toppaðstæður, þetta er hrikalega mikilvægt þar sem liðið hefur verið við æfingar bæði í Reykjavík og Vestmannaeyjum í allan vetur.

Hvernig lýtur liðið út fyrir sumarið?
Hópurinn er sem stendur nokkuð þunnur þar sem nokkrir leikmenn eru meiddir, en að sama skapi er kjarninn í liðinu sterkur og eyjastemmninginn og eyjabaráttan er til staðar. Nokkrir ungir strákar hafa verið að stíga sín fyrstu skref fyrir klúbbinn í síðustu leikjum sem er jákvætt. Hópurinn verður vonandi klár fyrir æfingaferðina.
 
Eitthvað að lokum?
Já ég vil koma hvetja fólk til að styðja vel við bakið á liðinu í sumar hvort sem það muni blása á móti eða við munum hafa byr í seglum. Það er hrikalega mikilvægt að sýna strákunum stuðning með því að mæta á völlinn og vera jákvæður og bjartsýnn. Það eru engin ósannindi þegar sagt er að áhorfandinn sé 12 og jafnvel 13 maður.
 
Einnig vil ég minna á Styrktarkvöldverð ÍBV sem haldinn verður á Spot í Kópavogi miðvikudaginn 31. mars (dagurinn fyrir skírdag). Páll Magnússon verður veislustjóri. Þarna verður fullt af skemmtiatriðum tengdum Eyjum, 4-6 Eyjakokkar munu vera með einn rétt hver, þjónað verður til borðs og síðan mun Tríkot halda uppi stuðinu fram eftir kvöldi. Þetta verður kynnt betur á næstu dögum. Ég veit að leikmenn liðsins eru byrjaðir að taka niður pantanir á þetta kvöld. Þetta verður svakalega flott!
 
Við þökkum Trausta gott spjall og óskum honum velgengnis í nýju starfi. Næsta viðtal mun birtast fljótlega og verður áhugavert að sjá hver verður spurður spjörunum úr.
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.