Ráðstefna á hótel Loftleiðum. Vistkerfi Íslandshafs og afkoma loðnustofnins.

17.Mars'10 | 17:44
Föstudaginn 19. mars verður haldin ráðstefna á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar um niðurstöður rannsókna á vistkerfi Íslandshafs þ.e. hafsvæðisins djúpt norður af landinu. Ráðstefnan verður í Bíósal á hótel Loftleiðum og stendur frá kl 9 til kl 16 30.
Í Íslandshafi eru uppeldis- og fæðustöðvar loðnunnar sem er stærsti fiskistofninn sem hefur verið nýttur hér við land á undanförnum áratugum. Loðnustofninn hefur þó verið í lægð síðustu ár sem meðal annars hefur verið rakið til breyttra umhverfisaðstæðna í Íslandshafi. Loðnan er ekki einungis mikilvæg fyrir fiskveiðar heldur nýta margir dýrastofnar á Íslandsmiðum, meðal annars fiskar, fuglar og spendýr, loðnuna sem fæðu.
 
Á undanförnum árum hafa verið gerðar á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar umfangsmiklar rannsóknir á loðnu og vistkerfi Íslandshafs. Farnir voru allmargir leiðangrar þar sem skoðuð var sjófræði, svifsamfélög og fæðukeðjur auk loðnu á ýmsum aldursstigum. Um þessar mundir er unnið að því að ljúka úrvinnslu viðamikilla gagna um vistfræði svæðisins og verða helstu niðurstöður rannsóknanna kynntar á ráðstefnunni.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%