200 gr. af ætluðu amfetamíni finnast

Fimm einstaklingar tengjast málinu

11.Mars'10 | 10:29

amfetamín

Við reglubundið eftirlit með komu Herjólfs um kl.15:00 í gærdag hafði lögreglan í Vestmannaeyjum afskipti af ökumanni og tveim farþegum bifreiðar sem voru að koma með skipinu frá Þorlákshöfn vegna gruns um fíkniefnamisferli. Bifreiðin var færð á lögreglustöðina þar sem ökumaður hennar samþykkti leit í henni. Við leit í bifreiðinni fann fíkniefnahundurinn Luna um 200 gr. af ætluðu amfetamíni.
Þessir aðilar voru allir handteknir og vistaðir í fangageymslu. Við yfirheyrslu viðurkenndi einn aðilanna, maður á fertugsaldri að eiga efnið og ætlað það til sölu. Einnig fannst lítisháttar af ætluðu amfetamíni á tvítugum manni, sem hafði verið farþegi í bifreiðinni. Hann viðurkenndi að eiga efnið sem hann sagði til eigin nota. Söluverð efnisins getur numið milljónum, sérstaklega eftir að þau hafa verið drýgð með íblöndunarefnum.
 
Í framhaldi voru gerðar húsleitir í þremur íbúðum og einum bát í Vestmannaeyjum. Jafnframt voru tveir aðrir aðilar handteknir, maður á sextugsaldri og kona á fertugsaldri. Í tveimur íbúðunum fundust fíkniefni, 30 grömm af kannabisefnum í annarri og lítilsháttar af amfetamíni í hinni og í báðum tilfellum viðurkenndu húsráðendur að eiga efnin sem þeir sögðu til eigin nota. Lögreglan naut aðstoðar fíkniefnahundsins Lunu við þessa leitir. Yfirheyrslur yfir þessum aðilum stóðu frameftir nóttu, en þeim var sleppt að skýrslutöku lokinni, enda málið talið upplýst.
 
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is