Starfslaun bæjarlistamanns 2010

9.Mars'10 | 08:34

Berglind

Fræðslu- og menningarráð Vestmannaeyjabæjar auglýsir eftir umsóknum um starfslaun fyrir bæjarlistamann árið 2010.
Í gildandi reglum um úthlutun starfslaunanna segir m.a.:

Sækja skal um starfslaun til menningar og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar. Að jafnaði koma þeir einir til greina sem bæjarlistamenn sem búsettir eru í Vestmannaeyjum.

Listamaður skal í umsókn sinni gera grein fyrir því, sem hann hyggst vinna. Hann skal einnig gera grein fyrir því hvenær hann ætli að vinna að verkinu.

Umsóknarfrestur er til og með 06.april 2010. Fræðslu- og menningarráð velur úr framkomnum umsóknum og úthlutar á Sumardaginn fyrsta að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar.


Umsóknum skal skila til fræðslu- og menningarráðs Vestmannaeybæjar fyrir 06.april nk. og skulu þær vera í samræmi við framangreindar reglur.
Reglurnar í heild er hægt að fá afhentar á bæjarskrifstofunni í Ráðhúsinu eða lesa á www.vestmannaeyjar.is

Nánari upplýsingar veita Kristín Jóhannsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi og Rut Haraldsdóttir framkvæmdarstjóri stjórnsýslusviðs í síma 4882000.

Fræðslu- og menningarráð Vestmannaeyjabæjar

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.