Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af niðurskurði á grunnþjónustu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja

9.Mars'10 | 15:35

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði í dag og m.a. var fjallað um stöðu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja og minnisblað bæjarstjóra um Landeyjahöfnina.
Í framhaldi af samþykkt bæjarráðs 23. febrúar sl. lagði bæjarstjóri fram minnisblað um þjónustu Herjólfs á siglingu um Land-Eyjahöfn. Þar kemur m.a. fram tillaga að tímasettri áætlun og hugmyndir um fyrirkomulag afsláttarfargjalda. Enn fremur er stikklað á stóru um ýmislegt sem að þessu mikla hagsmunamáli lítur.

Bæjarráð samþykkir þær tillögur sem settar eru fram í minnisblaðinu. Enn fremur tekur bæjarráð heilshugar undir þá skoðun sem þar kemur fram um að 1360 ferðir dugi ekki til að fullnýta sóknarfæri samfélaga á áhrifasvæði hafnarinnar. Óskar bæjarráð eftir því að festar verði 4 ferðir á dag allt árið og ferðum svo bætt inní á álagstímum.

Þjónusta og rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja

Á fundinn komu Gunnar Gunnarsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja og Eydís Ósk Sigurðardóttir Hjúkrunarforstjóri. Í máli þeirra koma m.a. fram að verulegur niðurskurður á rekstrarfé stofnunarinnar hafi skert þjónustustig stofnunarinnar sérstaklega hvað varðar skurðdeildina. Á seinasta ári var skurðstofu lokað í 6 vikur og auk þess voru allar stöður yfir 50% færðar niður um 5%, vakta fyrirkomulagi sjúkradeildar breytt, opnunartími matsstofu skertur, lyfjasamningar endurskoðaðir og fl. Í ár er áfram gert ráð fyrir niðurskurði og verður skurðstofan lokuð í 6 vikur í sumar auk þess sem öðrum niðurskurðar aðgerðum verður áfram beitt.

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af niðurskurði á grunnþjónustu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Enn og aftur veldur það umtalsverðum vanda fyrir samfélagið að hafa ekki stjórnunarlega aðkomu að grundvallar þjónustu þess. Af þeim sökum á samfélagið erfitt með að sinna nauðsynlegri hagsmunagæslu á viðsárverðum tíma.

 Með tilliti til þessa felur bæjarráð bæjarstjóra að kanna forsendur fyrir, og eftir atvikum að ráðast í úttekt á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hvað varðar rekstrarþætti og samfélagslegt mikilvægi stofnunarinnar. Af sjálfsögðu verður slíkt gert í góðu samráði við heilbrigðisyfirvöld.

Meðal annars skal horft til og ljósi varpað á eftirfarandi þætti:

Raunkostnaðar vegna inngripa (skurðaðgerðir og fæðingar) í samanburði við LSH

Vegið meðaltal launa Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja og samanburð við LSH

Hlutfall reksturs og launakostnaðar

Hvaða þjónustu Sjúkrahús Vestmannaeyja getur veitt og á hvaða verði, ef skurðstofur eru fullnýttar

Helstu sóknarfæri stofnunarinnar

Kostnað sem leggst á sjúklinga/sjúkratryggingar ef þjónusta er flutt til Reykjavíkur

Ferðir sjúklinga metnar m.t.t. öryggis og óþæginda

Samfélagsleg áhrif, dæmi: áhættufæðingar fluttar til LSH, hversu lengi verðandi mæður eru frá fjölskyldu sinni og hver ber kostnaðinn.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.