Ástarlíf blómstrar í fiskasafninu í Eyjum

9.Mars'10 | 15:51

Vestmannaeyjahöfn

Ástarlíf blómstrar nú í fiskasafninu í Vestmannaeyjum af engu minni krafti en á góðri þjóðhátíð í Herjólfsdal.
Aðdragandinn er að skipverjar á loðnuskipinu Sighvati Bjarnasyni komu færandi hendi með mörg hundruð kíló af lifandi loðnu til safnsins um helgina og unir hún hag sínum svo vel í nýju umhverfi að hún er farin að sinna kalli náttúrunnar um að fjölga sér. Tvö og tvö taka þau sig saman, hængur og hrygna, grafa saman rauf í sandinn í botninum og blanda þar saman hrognum og sviljum, sem verða að litlum loðnuseiðum, ef allt gengur eftir. Þannig klak hefur áður tekist í safninu, fyrir nokkrum árum.

Og það gætu fleiri tíðindi verið í uppsiglingu í Fiskasafninu í Eyjum, því nýverið færðu sjómenn því þrjá rauðmaga og þrjár grásleppur, en nú styttist í hrygningartíma hjá þeim líka.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.