Ein líkamsárás kærð eftir helgina

8.Mars'10 | 19:07

Lögreglan,

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og nokkuð um útköll vegna ölvunar og óspekta, bæði við skemmtistaði bæjarins og eins við heimahús.   Þá fór hluti af starfi lögreglu á laugardaginn í að aðstoða við þjóðaratkvæðagreiðslunnar m.a. við að flytja kjörgögn á milli staða.
Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar en um var að ræða árás á veitingastaðnum Lundanum aðfaranótt sl. laugardags. Þarna hafði maður sem var að reyna að stilla til friðar verið skallaður í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Sá sem grunaður var um árásina var handtekinn og færður í fangageymslu lögreglu. Hann neitaði ásökunum við yfirheyrslu. Málið er í rannsókn.

Tvö eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið. Í öðru tilvikinu var brotist inn í húsnæði sem veitingastaðurinn Landterna var í og þar unnar skemmdir auk þess sem ýmsu smálegu var stolið Talið er að innbrotið hafi átt sér stað að kvöldi 21. febrúar sl. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki, en þeir sem einhverjar upplýsingar hafa varðandi málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Í hinu tilvikinu var um að ræða rúðubrot í húsi við Hásteinsveg en þar liggur fyrir játning og er það mál upplýst.

Fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið án þess þó að um slys á fólki hafi verið að ræða. Tjón á ökutækjum í þessum óhöppum var minniháttar.

Aðfaranótt 7. mars sl. var lögreglu tilkynnt um vinnuslys í Vinnslustöð Vestmannaeyja en þarna hafi kona sem var að vinna við loðnufrystingu dottið í stiga með þeim afleiðingum að hún ökklabrotnaði. Konan var flutt á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til aðhlynningar.

Fjögur umferðarlagabrot liggja fyrir eftir sl. viku og var í tveimur tilvikum um hraðakstur að ræða, en í hinum tilvikunum var um stöðvunarskyldubrot að ræða og akstur án þess að hafa ökuskírteini meðferðis.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.