Áhyggjur af vatnslögn til Eyja

8.Mars'10 | 12:35
Almannavarnarnefnd í Vestmannaeyjum hefur sent erindi til HS veitna þar sem lýst er yfir áhyggjum af vatnsforða Vestmannaeyinga í kjölfar jarðhræringa í Eyjafjallajökli.
Samkvæmt upplýsingum frá HS veitum er til neyðaráætlun vegna vatnsveitunnar og er hún tvíþætt. Annars vegar er mögulegt að ná vatni úr öðrum lindum ef tjón verður á vatnsbóli við Stóru Mörk, og er þar litið til vatns í Álunum og Fljótshlíðinni.

Áætlunin tekur hins vegar á möguleikum á viðgerð á lögninni ef hún skemmist. Einna mest er hættan ef flóð verður í Markarfljóti en fyrir átta árum voru vatnslagnirnar til Eyja færðar fimm metra undir fljótið til að fyrirbyggja tjón af völdum flóðs.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.