Af ófærð og framboðsmálum

5.Mars'10 | 09:13

Georg Arnarson

Ófærðin í síðustu viku var ótrúlega sambærileg og fyrir tveimur árum síðan, en það sem var kannski dapurlegast við alla þessa ófærð eru viðbrögð bæjarins. Þetta segi ég vegna þess að mér er sagt, að fyrir tveimur árum síðan hafi verið gerð áætlun um það, að sama dag og svona veður skylli á, þá ætti að koma með næstu Herjólfsferð stórt og öflugt snjóruðningstæki, en ekkert gerðist.

Gaman væri að vita hvers vegna ekki. Seinni dagurinn var nánast algjör endurtekning á hríðinni sem skall á hér fyrir tveimur árum síðan, þarna voru bílar að keyra börnum í skólana og inn á milli gangandi börn, sem býður upp á mikla slysahættu, enda fastir bílar á öllum götum og eiginlega hálf ótrúlegt að bæjarráð skuli ekki reyna að sýna einhvern lit og grípa þarna inn í. Ég hef reyndar heyrt þau rök oftsinnis, að það sé foreldranna að ákveða hvort að þau sendi börn sín í skólann við þessar aðstæður, en ég held að ráðamenn ættu að hafa það í huga að um þessar mundir er hávertíð í Vestmannaeyjum, vaktir á loðnu og gríðarlegt atvinnuleysi í landinu, svo það hlýtur að vera mjög erfitt fyrir suma foreldra, sem jafnvel eru ekki sjálf akandi, að sleppa vinnunni við þessar aðstæður, þegar það liggur fyrir að það er skóli.

Annað sem ég tók eftir óveðursdaginn er, að það kom strax tilkynning í fjölmiðlum fyrir kl 8 um að kennsla félli niður í framhaldsskólanum, en ekki í Barnaskólanum fyrr en kl 8, þetta þarf að laga.

Það er mikið að gerast í framboðsmálum þessa dagana og mikill hugur í okkur Frjálslyndum. Því miður hefur reyndar undirbúningurinn tekið nokkrar U-beygjur að undanförnu, þannig að enn er óljóst, hvort að það verði Frjálslyndir eða Frjálslyndir með einhverjum öðrum og maður fær það svolítið á tilfinninguna, að fólk hafi nú frekar lítið álit á pólitískum flokkum þessa dagana. Að vissu leyti er ég sammála því, en það breytir hins vegar ekki því að ef við viljum breytingar, þá verðum við að bjóða okkur fram.

Meira seinna.

http://georg.blog.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.