Diddi Vídó með yfirburði á aðra keppendur í Mottumars keppninni

3.Mars'10 | 09:54

Diddi Vídó

Þann 1.mars síðastliðinn byrjaði Krabbameinsfélag Íslands með átak sem kallast Karlmenn og krabbamein en árlega greinast að meðaltali 716 karlmenn með krabbamein á Íslandi.
Einn liður í áttaki Krabbameinsfélagsins er hin svokallaða keppni Marsmottan en hún snýst um það að karlmenn safni yfirvaraskeggi út mars mánuð. Greinilegt er að karlpeningurinn á Íslandi ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og eru strax farnar að sjást myndalegar mottur á karlmönnum. Keppendur geta skráð sig í keppnina og sá sem safnar flestum áheitum vinnu í lok mánaðara. Bæði er hægt að keppa í liðakeppni og einnig er einstaklingskeppni.

Nokkrir keppendur eru nú þegar búnir að skrá sig í einstaklingskeppnina frá Vestmannaeyjum og í morgun var bankamaðurinn Óðinn Steinsson með forustu en Gunnar Friðberg blikkari náði af honum forustunni í hádeginu. Gunnar skreið fram út Óðni með 2 krónu hærra heildarframlagi. En hlutirnir gerðust hratt, Diddi Vídó beitti fyrir sér nýrri tækni og skoraði á facebook vini sína að setja áheit á sig og rauk Diddi í efsta sætið á nokkrum mínutum.

Í liðakeppninni er það liðið Reyktur Lundi FC sem hefur forustu á lið Suðureyjar VE
Eyjar.net mun birta reglulega fréttir af þessari skemmtilegu keppni.

Frekari upplýsingar um söfnunina má finna hér: http://www.karlarogkrabbamein.is/

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.