Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni sem leið

1.Mars'10 | 20:34

Lögreglan,

Lögreglan hafði í nógu að snúast í sl. viku og þá mest í tengslum við ófærðina sem var á götum bæjarins sl. fimmtudag og föstudag.  Töluvert var um beiðnir frá fólki um að komast leiðar sinnar og naut lögreglan aðstoðar Björgunarsveitar Vestmannaeyja við að koma fólki á milli staða.
Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni sem leið en hún átti sér stað fyrir utan heimahús síðdegis þann 22. febrúar sl. Þarna hafði maður sem vildi komast inn til fyrrverandi sambýliskonu sinnar lent í útistöðum við mann sem reyndi að koma í veg fyrir það. Endaði þessi ágreiningum með handalögmálum án þess þó að um alvarlega áverka væri að ræða. Jafnframt braut þessi maður allar rúður í útidyrahurð húss fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Þarna var að verki sami maður og ruddist óboðinn inn til fyrrverandi sambýliskonu sinnar í vikunni á undan.

Að morgni sl. sunnudags var lögreglu tilkynnt um tvo menn sem gerðu sér það að leik að brjóta hliðarspegla bifreiðar sem stóð fyrir utan Strandveg 37. Ekki er nánar vitað hverjir þetta voru en þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni. Í öðru tilvikinu var um að ræða ákeyrslu bifreiðar Björgunarfélags Vestmannaeyja á bifreið sem hafði snjóða í kaf á gatnamótum Kirkjuvegar og Heiðarvegar. Í hinu tilvikinu var um að ræða óhapp vegna hálku.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is