Breytingar á skipulagi vegna tjaldstæðis

1.Mars'10 | 08:46

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum þann 18. febrúar 2010 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi íþrótta- og útivistarsvæðis við Hástein í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Breytingartillagan felur í sér að fyrirhugað er að tjaldsvæði verði afmarkað frá Þórsheimili og austur í átt að íþróttamiðstöð við Illugagötu. Svæðið er um 18.000 m2 og er þjónustumiðstöð tjaldsvæðis fyrirhuguð í Þórsheimili.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, 2. hæð og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is, frá 19. febrúar 2010 - 2. apríl 2010.

Nánari upplýsingar veitir skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyja. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna sem skulu hafa borist umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar, Tangagötu 1, eigi síðar 2. apríl 2010. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.