Bæjarráði var kunnugt um samningaviðræður við Eimskip

24.Febrúar'10 | 09:11

Herjólfur

Í ályktun bæjarráðs Vestmannaeyja frá því í gær er það harmað að samgönguyfirvöld skyldu ekki hafa leitt til lykta samninga við Vestmannaeyjabæ um rekstur Herjólfs.
Eyjar.net hafði samband við Vegagerðina og í samtali við fulltrúa Vegagerðarinnar kom fram að samningurinn við Eimskip verði kláraður á næstu dögum en eftir ætti að loka nokkrum atriðum. Þegar Eyjar.net spurðust út í þá staðreynt að ekki hefði verið samið við Vestmannaeyjabæ um rekstur ferjunnar þá sagði fulltrúi Vegagerðarinnar að bæjarráði hefði verið fullkunnugt um viðræður Vegagerðarinnar og Eimskip og fundað hefði verið með bæjarráði um þær viðræður nokkrum sinnum.

Spurð að því hvort að tilboð Vestmannaeyjabæjar um að taka að sér rekstur Herjólfs hafi þá komið fram og seint sagði fulltrúi Vegagerðarinnar að þreyfingar hefðu átt sér stað áður en ákveðið hafi verið að ganga til samninga við Eimskip.

Í nýjum samningi við Eimskip er gert ráð fyrir því að fyrsta sigling milli eyja og Landeyja sé þann 1.júlí næstkomandi en eftir á að semja um fjölda ferða. Fulltrúi Vegagerðarinnar sagði að beðið væri eftir tillögum frá eyjamönnum varðandi ferðatíðni.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).