Farþegar greiði fyrir hækkun

24.Febrúar'10 | 20:53
Vegagerðin vill að farþegar Herjólfs greiði fyrir hugsanlega hækkun hafnargjalda Vestmannaeyjabæjar vegna fleiri ferða í nýja Landeyjahöfn.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir samgönguyfirvöld stilla bænum upp við vegg varðandi gjaldskrá hafnarinnar. Hann er ósáttur við að í samningi við Eimskip sé gert ráð fyrir hundrað færri ferðum á ári en Vestmannaeyjabær áætlaði. Í annað sinn á nokkrum árum bauðst bærinn til að taka við rekstri skipsins.

Vegagerðin vinnur að því að semja við Eimskip um áframhaldandi rekstur Herjólfs á nýjum forsendum vegna siglinga í Landeyjahöfn næsta sumar.

Í drögum að samningi við Eimskip er settur sá fyrirvari við nýja gjaldskrá að hafnargjöld og laun hækki ekki 1. júlí þegar hefja á siglingar í nýja Landeyjahöfn.

Auður Eyvinds, forstöðumaður hagdeildar hjá Vegagerðinni, er ósammála þeirri túlkun bæjarstjórans að kostnaður bæjarins hækki. Eingöngu sé verið að óska eftir því að framhald verði á samningi um föst mánaðarleg hafnargjöld.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.