Lögreglan kölluð að heimahúsi vegna manns sem hafði ruðst inn í húsið

23.Febrúar'10 | 15:56

Lögreglan,

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni vegna hinna ýmissu mála sem komu inn á borð. Betur fór en á horfðist þegar bifreið lenti utan vega á Fellavegi í vikunni og geta farþegar og ökumaður þakkað því að hafa verið spennt í öryggisbelti að ekki fór verr.  Það er því rétt að nota tækifærið og hvetja foreldra til að venja börn sín á að vera með öryggisbeltin spennt í akstri. Fullorðnir ættu að vera fyrirmynd barna og ættu að sýna þá skynsemi að hafa beltin spennt í akstri.
Síðdegis þann 17. febrúar sl. var lögreglan kölluð að heimahúsi hér í bæ vegna manns sem hafði ruðst inn í húsið og var með ógnanir. Þegar lögregla kom á staðinn var maðurinn farinn, en hann var sagður undir áhrifum áfengis. Maðurinn mun hafa viljað ræða við fyrrverandi sambýliskonu sína sem þarna bjó og var með ógnanir gangvart konu sem þarna var gestkomandi.

Aðfaranótt 21. febrúar sl. var lögreglu tilkynnt um að bifreið hafi verið tekin ófrjálsri hendi þar sem hún var Foldahraun 37. Bifreiðin fannst skömmu síðar á Bröttugötu og var óskemmd. Ekki er vitað hver tók bifreiðina.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni en um er að ræða útafakstur og bílveltu við gatnamót Helgafellsbrautar og Fellavegar, sem þegar hefur verið gerð grein fyrir í fjölmiðlum. Þá var tilkynnt um árekstur á Skólavegi en þar var um minniháttar óhapp að ræða og engin slys á fólki.

Fjórar kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða hraðakstur, vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri og ólöglega lagningu ökutækis.

Þessa vikuna fer bifreiðaskoðun fram og eru þeir sem ekki fóru með bifreiðar sínar í skoðun á síðasta ári hvattir til að nota tækifærið og færa þær til skoðunar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.