Bæjarráð mótmælir því harðlega að nýr samningur við Eimskip skuli vera til 1. september 2011

23.Febrúar'10 | 16:16

Herjólfur

Í dag fundaði bæjarráð Vestmannaeyja og m.a. var samþykkt ályktun á samgönguyfirvöld vegna samninga þeirra við Eimskip um siglingar milli lands og eyja til 1.september 2011.
Bæjarráð Vestmannaeyja harmar að samgönguyfirvöld skuli ekki hafa leitt til lykta samninga við Vestmannaeyjabæ um rekstur Herjólfs. Slíkir samningar hefðu tryggt að lágmarki 1460 ferðir á ársgrundvelli og vaxandi þjónustustig um borð í skipinu og við rekstur þess. Þá hafði Vestmannaeyjabær einnig gert Vegagerðinni grein fyrir því að stefnt væri að því að sigla umtalsvert fleiri ferðir en lágmarkið gerði ráð fyrir og breyta þjónustustigi þess í samræmi við þarfir og vilja íbúa. Sérstaklega harmar bæjarráð að ákvörðun samgönguyfirvalda um að semja ekki við Vestmannaeyjabæ gerir það að verkum að fulltrúar samfélagsins hafa þar með ekki beina aðkomu að þessu stóra hagsmunamáli bæjarbúa. Slíkt fyrirkomulag er óviðunandi.

Bæjarráð getur á engan máta samþykkt þær forsendur sem samningur Eimskipa og samgönguyfirvalda gerir ráð fyrir. Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við tilraun samgönguyfirvalda til að flytja kostnað við samgöngur yfir á bæjarfélagið með því að Vestmannaeyjahöfn sé stillt upp á þann máta sem fram kemur í samkomulagi Eimskipa og Vegagerðarinnar. Vestmannaeyjahöfn mun ekki axla ábyrgð á gjaldskrá Eimskipa og Vegagerðarinnar og mun gjaldheimta hafnarinnar eiga við um Herjólf eins og aðra þjónustuþega hennar.

Bæjarráð mótmælir því harðlega að nýr samningur við Eimskip skuli vera til 1. september 2011 þegar fyrir liggur að gildandi samningur er laus 1. janúar nk. Afar óeðlilegt er að nýjum rekstraraðila sé gert að taka við rekstri að afloknum ferðamannatíma. Bæjarráð hefur lýst vilja sínum til að taka við rekstri skipsins hvort sem er 1. júlí nk. eða 1. janúar nk. eftir að núverandi samningur við Eimskip rennur út. Í ljósi þess að þær forsendur samnings Eimskipa og Vegagerðarinnar sem nú hafa verið kynntar eru algerlega óásættanlegar og ferðir 100 færri en hægt er að ná sátt um, óskar bæjarráð hér með eftir formlegum viðræðum við samgönguyfirvöld um að Vestmannaeyjabær taki við rekstri Herjólfs frá og með 1. janúar 2010 enda samningur þá laus.

Eðli málsins samkvæmt fer bæjarráð hér með fram á að fá tafarlaust sent afrit af samningum Eimskipa og Vegagerðarinnar ásamt upplýsingum um þann kostnað sem ríkið hefði orðið fyrir ef komið hefði til riftunar á samningi við Eimskip 1. júlí 2010.

Að öðru leyti felur bæjarráð bæjarstjóra að annast samskipti við Vegagerðina í samræmi við umræðu á fundi.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.