Átt þú fallegar myndir frá eyjum?

23.Febrúar'10 | 08:55

visit

Nýverið var skipt um útlit á ferða- og upplýsingavefnum VisitWestmanIslands.com en vefurinn var opnaður í september byrjun árið 2007.
Frá opnun hefur vefurinn fengið yfir góðar viðtökur og var ákveðið að fara í smá endurbætur á vefnum og bæta inn fjölda myndabanda frá Vestmannaeyjum inn á vefinn og einnig er komin bókunarvél inn á síðuna.

Markmið okkar sem stöndum að vefnum er að efla vefinn enn frekar og því viljum við athuga hvort að það séu ekki einhverjir áhugaljósmyndarar sem séu tilbúnir að láta okkur fá myndir frá Vestmannaeyjum til að hafa á vefnum. Myndirnar geta verið úr öllum átt mannlífs Vestmannaeyja, því fjölbreyttara því betra. Myndasafnið á síðunni er mikið skoðað og því förum við þess á leit við eyjamenn að aðstoða okkur við að gera það enn öflugra.

Ef að þú átt einhverjar myndir þá geturðu haft samband við okkur á netfangið vido@24seven.is

Ferða- og upplýsingavefinn má sjá hér: www.VisitWestmanIslands.com

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.