Saga Vestmannaeyja, 12 metra réttindi og Náttúrufræði Vestmannaeyja

21.Febrúar'10 | 10:44

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Viska fræðslu- og símenntunarmiðstöð stendur fyrir þremur skemmtilegum námskeiðum á næstunni og m.a. áhugamenn um sögu Vestmannaeyja ekki að láta þetta fram hjá sér fara.
Saga Vestmannaeyja
Viðfangsefnið eru valdir þættir úr sögu Vestmannaeyja frá landnámi til þessa dags. Aðaláhersla verður lögð á atvinnusögu, kirkjusögu, menningarsögu auk sögu sem tengist sérstaklega einstökum atburðum í Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir nokkrumleiðbeinendum í þessu viðfangsefni. Kennari er Ragnar Óskarsson og kennt er einu sinni í viku í átta vikur og kostar 15.000 kr.
Hefst miðvikudaginn 24. febrúar. Gott væri þó að það bættust við eins og þrír til fjórir í viðbót svo hópurinn verði það sem kallast góður hópur.
Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við starfsfólk Visku í síma 481-1950 og 481-1111 eða á netfangið viska@eyjar.is

Smábátaskipanám „12 metra réttindi"
Til stendur að bjóða upp á smábátanámskeið sem gefur réttindi á 12 metra skip/báta. Námið er u.þ.b. 110 kennslustundir og verður kennt síðdegis og nokkra laugardaga í febrúar og fram í mars EF NÆG ÞÁTTTAKA NÆST. Ekki er unnt að fara að stað með námið nema þátttakendur séu 10 eða fleiri.
Um er að ræða réttindanámskeið sem haldið er í samvinnu við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Námið er kennt eftir núgildandi námskrá.
Námskeiðið kostar 75.000 kr. sem er sama verð og var á „pungaprófinu" sem kennt var árið 2007. Minnt er á niðurgreiðslu stéttarfélaga.
Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við starfsfólk Visku í síma 481-1950 og 481-1111 eða á netfangið viska@eyjar.is
Enn vantar aðeins á að þátttaka sé næg en lítið vantar á.

Náttúrufræði Vestmannaeyja
Námskeiðið er ætlað áhugamönnum um náttúrufræði Vestmannaeyja, sögu eyjanna út frá jarð- og vistfræðilegu sjónarmiði. Viðfangsefnið er námskeið sem inniheldur eftirfarandi þætti:

-Vistfræði sjávar. Farið verður yfir helstu tegundir sjávardýra við Vestmannaeyjar, búsvæði þeirra, nýtingu og áhrif ýmissa umhverfisþátta á lífríkið við Vestmannaeyjar.
-Jarðfræði. Farið yfir jarðfræði Eyjanna þ.m.t. nýjustu rannsóknarniðurstöður á jarðsögunni.
Lífshætti sjófugla. Fjallað verður um lifnaðarhætti og vistfræði átta einkennistegunda sjófugla við Eyjar. Inngangur að lifnaðar- og fæðuöflunarháttum sjófugla. Vistfræði, áhrif veiða, staða og framtíð lundastofnsins Bjargfuglar: Langvía, rita, súla og fýll. Næturfuglar: Skrofa, sjó- og stormsvala.
-Gróðurfar Eyjanna. Farið verður yfir þá þætti sem móta gróðurfar í Vestmannaeyjum, hvernig gróður þrífst hér og hvers konar.
-Svæðisþekking. Farin ferð með svæðisleiðsögn.
Kennarar eru sérfræðingar í Þekkingarsetri Vestmannaeyja og kennt er einu sinni í viku í tíu vikur og kostar 18.000 kr.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.