Bakkafjara staðan og dorgarar á koppum

20.Febrúar'10 | 09:35

Georg Arnarson

Staðan á Bakkafjöru ævintýrinu er núna þannig að þrátt fyrir yfirlýsingar bæjarstjórnarinnar um að höfnin yrði fyrst og fremst ferjuhöfn , fargjaldið yrði verulega lækkað (500 kr ) og 8 ferðir á dag , þá er staðan svona : Í viðtali við yfirumsjónarmanns hafnargerðarinnar í fréttum nýlega kemur fram að nú þegar er hafin undirbúningur  fyrir smábáta aðstöðu , vegagerðin hefur þegar hafnað tillögu bæjarráðs um fargjald að upphæð 1000 kr og núna er aðeins talað um 4 ferðir á dag .

Niðurstaðan er því þessi : Ferðirnar verða vissulega fleiri en það mun að öllum líkindum verða helmingi dýrara að komast til og frá höfuðborgarsvæðinu ( þangað sem flestir eru að fara ) og vísir að löndunarhöfn sem mun keppa við Vestmannaeyjahöfn er nú þegar í kortunum.Nýjasta nýtt er svo tilboð bæjarstjórnarinnar um að Vestmannaeyjabær yfirtaki ferju reksturinn , það eru greinlega að koma kosningar.

Vonandi verðu þetta bara í lagi allt saman en að gefnu tilefni smá saga og hugmynd: Fyrir nokkrum dögum síðan kom smábátasjómaður niður á bryggju og sér hvar nokkrir ungir menn eru að gera sig klára fyrir tuðruferð. Sögðust þeir vera að fara að heimsækja vin sinn sem ætlaði að sækja þá niður í Bakkafjöru ,benti trillukarlinn þeim á það að á höfðanum væru suðaustan 15 metrar og 3,7 metrar í Bakkafjöru og fékk þá til að hætta við ferðina.

Mig langar að velta upp þeirri hugmynd hvort að ekki væri sniðugt að setja upp rafmagnskilti niður við höfn sem væri beintengt við veðurstofu Íslands með upplýsingum sem væru uppfærðar á klukkutíma fresti þar sem fram kæmi vindhraði á höfðanum, ölduhæð í Bakkafjöru og við Surtsey og tildæmis væri hægt að hafa svipað og á götuvitum þannig að stafirnir fyrir ölduhæð í Bakkafjöru væru rauðir við ákveðna ölduhæð þannig að smábátar og tuðrueigendur yrðu meira meðvitaðir um það hvort það væri ófært eða ekki.

Margir hafa komið að máli við mig í sambandi við ótrúlega ræðu bæjarstjórans á fundinum í Höllinni fyrir nokkru, þar sem bæjarstjórinn talar niður til smábáta á skammarlegan hátt. Þetta hefur hins vegar verið tekið fyrir hjá Smábátafélaginu með afgreiðslu sem ég er ekki sáttur við. Að mínu mati er bæjarstjórinn ekki bara að tala niður til smábáta útgerðarmanna í dag, heldur líka til þeirra sem gerðu Vestmannaeyjar að því bæjarfélagi sem það er í dag, því að án hörkuduglegra smábátasjómanna, sem fyrir hundrað árum síðan lögðu grunninn að byggðinni hér í eyjum, þá væri hér ekki byggð.

Meira seinna.

 http://georg.blog.is

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.