Allir framherjar landsliðsins úr eyjum

15.Febrúar'10 | 15:12

Margrét Lára

Í dag tilkynnti Sigurður Ragnar Eyjólfsson um 20 manna leikmannahóp sem spilar á Algarve Cup núna í enda febrúar. Þar ber mikið til tíðinda, þar sem að eyjastúlkur raða sér í allar framherjastöðurnar í landsliðinu, ekki er vitað til þess að þetta hafi gerst áður en það mun eflaust mikið mæða á þeim Margréti Láru Viðarsdóttir, Fanndísi Friðriksdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttir en Berglind er ein af 5 nýliðum sem valdar voru í landsliðið. Margrét Lára spilar með Kristianstads í Svíþjóð en Berglind og Fanndís spila báðar með Breiðabliki. Það er óhætt að fullyrða í þessu tilviki að eyjastúlkur séu þær framsæknustu á íslandi í dag.
Svona er hópurinn f. Algarve Cup

Markverðir:
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Þóra Björg Helgadóttir

Varnarmenn:
Katrín Jónsdóttir
Mist Edvardsdóttir
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
Sif Atladóttir
Thelma Björk Einarsdóttir

Miðjumenn:
Dagný Brynjarsdóttir
Dóra María Lárusdóttir
Erna Björk Sigurðardóttir
Elínborg Ingvarsdóttir
Guðný Björk Óðinsdóttir
Hólmfríður Magnúsdóttir
Katrín Ómarsdóttir
Rakel Hönnudóttir
Rakel Logadóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir

Framherjar:
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Fanndís Friðriksdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.