Vestmannaeyjabær kaupir nýjan götusópara

11.Febrúar'10 | 08:48

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Framkvæmda- og hafnarráð fundaði þann 9.febrúar síðastliðinn og meðal þess sem fjallað var um kaup Vestmannaeyjabæjar á nýjum götusópara til að hreinsa götur bæjarins.
Guðmundur Þ. B. Ólafsson, forstm. ÞMV greindi frá viðræðum og tilboði í nýjan sóparabíl í stað núverandi sóparabíls sem er liðlega 20 ára gamall. Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2010 gerir ráð fyrir endurnýjun núverandi bifreiðar og í samræmi við þær fjárheimildir hefur forstöðumaður ÞMV leitað eftir tilboðun.

Ráðið samþykkir að festa kaup á nýjum sóparabíl af tegundinni Volvo FL240 og Johnson hreinsibúnaði. Heildarkaupverð er 20,5 milljónir króna miðað við núverandi gengi. Jafnframt felur ráðið forstöðumanni ÞMV að setja núverandi sóparabíl í sölumeðferð. Gert er ráð fyrir að tækið verði afhent í maí.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.