Eimskip óskar eftir breytingum á áætlun Herjólfs á hvítasunnudag

10.Febrúar'10 | 09:32

Herjólfur

Á fundi bæjarráðs í gærdag var tekið fyrir bréf frá Eimskip rekstraraðila Herjólfs þar sem óskað var eftir samþykki bæjarráðs á breytingum á áætlun Herjólfs á hvítasunnudag. Um 30 manns hafa óskað eftir því að Herjólfur sigli frekar seinniferð þann dag en fyrri ferð samkvæmt áætlun Herjólfs.

Bæjarráð hefur á undanförnum árum stutt þá ákvörðun rekstraraðila Herjólfs að farin sé fyrriferð á föstudaginn langa, páskadag og hvítasunnudag. Sá stuðningur er enn fyrir hendi. Bæjarráð er á sama hátt reiðubúið til að styðja ákvörðun rekstraraðilans ef hann telur að betri þjónusta sé veitt með því að farin verði seinni ferð á hvítasunnudag.


Forsenda allra breytinga á áætlun skipsins er þó sú að vandlega sé staðið að auglýsingum innanbæjar sem utan.

Tekið úr fundargerð bæjarráðs

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).