Eimskip óskar eftir breytingum á áætlun Herjólfs á hvítasunnudag

10.Febrúar'10 | 09:32

Herjólfur

Á fundi bæjarráðs í gærdag var tekið fyrir bréf frá Eimskip rekstraraðila Herjólfs þar sem óskað var eftir samþykki bæjarráðs á breytingum á áætlun Herjólfs á hvítasunnudag. Um 30 manns hafa óskað eftir því að Herjólfur sigli frekar seinniferð þann dag en fyrri ferð samkvæmt áætlun Herjólfs.

Bæjarráð hefur á undanförnum árum stutt þá ákvörðun rekstraraðila Herjólfs að farin sé fyrriferð á föstudaginn langa, páskadag og hvítasunnudag. Sá stuðningur er enn fyrir hendi. Bæjarráð er á sama hátt reiðubúið til að styðja ákvörðun rekstraraðilans ef hann telur að betri þjónusta sé veitt með því að farin verði seinni ferð á hvítasunnudag.


Forsenda allra breytinga á áætlun skipsins er þó sú að vandlega sé staðið að auglýsingum innanbæjar sem utan.

Tekið úr fundargerð bæjarráðs

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.