Óvanaleg steinbítshrygna í Vestmannaeyjum

7.Febrúar'10 | 16:03

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Í nótt hrygndi steinbítshrygna í fiskasafni Vestmannaeyja. Hrygningin er óvanaleg að því leytinu að hrygningartími steinbíts er venjulega í október og nóvember en þessi hrygning á sér stað í febrúar. Hrygnan hefur þegar myndað hrognabolta og hefur vafið sig utan um hann. Þannig ver hún hrognin sem eru á að giska 1000 til 2000 talsins.
Til hliðar við hrygnuna liggur stærri steinbítur sem talinn er vera hængur, en ekki sást hann leggja sitt af mörkum til þess að frjóvga hrognin. Frjóvgun hrognanna er innri frjóvgun sem fer þannig fram að fiskarnir leggja gotraufarnar saman þannig svil hængsins eiga auðveldan aðgang að hrognunum í hrognasekk hrygnunnar.

Athuganir í Fiskasafni Vestmannaeyja hafa leitt í ljós að fyrst í stað gætir hrygnan hrognanna, en síðan tekur hængurinn við og gætir þeirra fram að klaki.

Steinbítshrygna hrygndi fyrst í Fiskasafninu árið 1974.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is