Siggi Kalli opnar sushibar á Stjörnutorgi

1.Febrúar'10 | 10:43

siggi kalli

„Ég er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og hef því verið í kringum fisk allt mitt líf. Ég fluttist sautján ára gamall til Reykjavíkur og fór að læra kokkinn. Stuttu eftir útskrift bauðst mér að læra að búa til sushi og ég fór til Kaupmannahafnar og var undir handleiðslu japansks meistara að nanfni Isao Susuki í tvö ár," útskýrir Sigurður Karl Guðgeirsson sem opnar veitingastaðinn suZushii á Stjörnutorgi í lok næstu viku ásamt sambýliskonu sinni, Ástu Sveinsdóttur.
Sigurður Karl segir hugmyndina að staðnum hafa kveiknað fyrir níu árum síðan en hann hafi beðið þar til nú með að láta drauminn rætast. Aðspurður segir hann það vissulega skrítið að opna sushibar mitt á milli skyndibitastaðanna en telur að suZushii verði góð viðbót við þá flóru sem þar ríkir. „Þetta er kannski svolítið skrítið en Rikki Chan er þarna við hliðin á mér og hann selur kínverskan mat þannig við Rikki verðum bara saman með asíska hlutann," segir Sigurður sem mun leggja mikið upp úr að vera með samkeppnishæft verð og segir mottó sitt vera „nýlagað, ferskt og ódýrt", en maturinn verður handlagaður á staðnum af Sigurði sjálfum.

Sigurður Karl segist hafa fengið jákvæð viðbrögð bæði frá starfstúlkum í Kringlunni og nemendum við Háskóla Reykjavíkur og því sé hann nokkuð bjartsýnn á framtíðina. „Ég er bara mjög bjartsýnn og blæs á þessa kreppu," segir hann að lokum.


Mynd/Áslaug snorradóttir  

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%