Fyrning fyrningarleiðarinnar

23.Janúar'10 | 07:10

Svenni

Ég átti því miður ekki heimagengt á fundinn í gærkvöldi en þvílíkur fjöldi af bílum sem lágu út um allt í kringum Höllina.  Það voru ekki bara "kvótagreifar" sem sátu þennan fund.  Nei, það var hinn almenni Eyjamaður sem óttast afleiðingar fyrningarleiðarinnar fyrir samfélagið. 
Sama hvað menn segja um kvótakerfið sem slíkt er ljóst að útgerðarmenn í Eyjum tóku flestir þá ákvörðun að vinna með kerfinu en ekki á móti því. Menn fjárfestu, endurskipulögðu og í stað aflamagns fóru menn að horfa í gæði. Því þeir vissu að ekki var hægt að veiða jafn mikið og áður og því þurfti hærra verð fyrir afurðina.

Þetta er líklega eitt það jákvæðasta við kvótakerfið. Menn fóru að hugsa öðruvísi. Gæðamálin voru tekin föstum tökum og úr varð að íslenskur fiskur var eftirsóttur erlendis sem gæðavara. Skipin voru nútímavædd og einnig fiskvinnslan í landi. Menn tala núna mikið um skuldastöðu sjávarútvegsins. Enginn talar um hvað þessi hluti hefur kostað útgerðir á Íslandi. Nei, það eru allir að horfa á svörtu sauðina sem löbbuðu út úr greininni. Ábyrgðarlausir með öllu og fjárfestu í öðru, til dæmis bönkunum.

Menn verða að muna út af hverju kvótakerfið var sett á á sínum tíma.

Við vitum það hér í Eyjum að það eru útgerðir hér sem voru ekki með sterka kvótastöðu í upphafi en hafa hægt og bítandi fjárfest í frekari aflaheimildum og þannig stækkað sitt fyrirtæki. Eðlilegt er það ekki? Að mati margra þá er þetta eðlilegt í öllum öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi.

Um þetta er ekki rætt.

Það er auðvelt að afgreiða fundinn í gær sem eitt allsherjar samsæri útgerðarmanna til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Að þeir jafnvel kúgi sjómenn til að mæta á slíka fundi eins og ég heyrði á Bylgjunni í morgun. Bara það að hleypa manni eins og þessum Eiríki í útvarp er fyrir neðan allar hellur. Hann hafði ekkert fram að færa nema gífuryrði. Ömurlegt að hlusta á svona álf þegar umræðan á að vera á hærra plani. Staðreyndin er sú að 10% Eyjamanna mættu á fundinn í gær. Það er drullugóð mæting svo ekki sé meira sagt.

Hugsa sér að íslenska þjóðin hafnaði Frjálslynda flokknum í síðustu kosningum. Þeir þurrkuðust út. Þeirra aðal baráttumál var afnám kvótakerfisins. Kjósendur voru á öðru máli. Samt sem áður er formaður þess flokks nú valdamesti maður í sjávarútvegsráðuneytinu. Skrýtið þetta lýðræði!

Finnst dapurt að hugsa til þess að það séu jafnvel menn ættaðir úr Eyjum og öðrum sterkum útvegsbæjum sem sitja á þingi og berjast fyrir þessum breytingum.

Annars er líka skondið hvernig þessi umræða hefur verið. Eyjaflotinn siglir í land! Hér eru flestir bátar í landi á fimmtudögum, enda löndunardagur!

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.