Mér finnst þessi fundur ótímabær því meirihluti þjóðarinnar vill breytingar á lögum um fiskveiðar

20.Janúar'10 | 17:43

Róbert Marshall

Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum hafa stefnt stórum hluta flota síns í land til að fjölmenna á baráttufund gegn fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þingmaður Samfylkingarinnar segir fundinn ótímabæran því málið sé enn í vinnslu. Árni Johnsen styður aðgerðir útgerðarmanna hins vegar heilshugar.
Í fundartilkynningunni segir að ætlunin sé að mótmæla ákvörðunum stjórnvalda um fyrningarleið í sjávarútvegi, útflutningsálagi á ísfisk og afnámi sjómannaáfsláttar. Að fundinum, sem haldinn verður annað kvöld, stendur hópur fyrirtækja og félaga sem tengjast sjávarútvegi í Vestmannaeyjum, sem og Vestmannaeyjabær.

Róbert bendir á að skipuð hafi verið sérstök nefnd til að vinna að sáttaleið. Einhliða baráttufundur sé því ekki líklegur til sátta.

„Mér finnst þessi fundur ótímabær því meirihluti þjóðarinnar vill breytingar á lögum um fiskveiðar. Þetta er deilumál sem staðið hefur í áratugi og verður að leiða til lykta. Við getum sætt ólik sjónarmið og það er besta leiðin, en því miður hafa útvegsmenn ekki sýnt mikinn sáttahug. Þeir vilja bara hafa þetta eins og þeir vilja."

Árni Johnsen, Eyjamaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, styður hins vegar aðgerðir Eyjamanna enda málið háalvarlegt.

„Sjómenn þurfa að renna í land og ræða málin til að bera saman bækur sínar. Þetta er alvarlegt mál því allt atvinnulíf í Eyjum er í húfi vegna þessarar arfavitlausu fyrningarleiðar. Það er mjög slæmt að hafa þessa óvissu. Menn vita ekki hvað vofir yfir þeim, þeir halda að sér höndum og þetta skemmir allan takt í þjóðfélaginu. Þetta ferli gengur allt svo hægt og yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar eru á skjön. Það þarf að fá þessa hluti á hreint"

Róbert, sem líkt og Árni er einnig Eyjamaður, stendur því frammi fyrir því að tala fyrir breytingum sem eru mjög óvinsælar í hans heimabyggð. Aðspurður hvort þessi staða sé ekki erfið, svarar Róbert:

„Ef ég teldi að þetta væri til óþurftar, myndi ég ekki gera það. En þetta kerfi er bara svo gríðarlega gallað. Ég get líka sagt að sem Eyjamaður og fyrrum sjómaður, þá er mjög erfitt að afnema sjómannaafsláttinn. Ef staðan væri ekki þannig að verið væri að skera niður á heilbrigðisstofnunum, fæðingarorlof og fleira, þá myndi ég ekki gera það. Það er óréttlætanlegt að undanskilja þetta."

Aðspurður segist Róbert ekki eiga heimangengt á fundinn. Hins vegar er hugsanlegt að hann muni sitja fund ásamt öðru Samfylkingarfóki um þetta mál og önnur í næstu viku. Öllum sem sitja fundinn annað kvöld verði boðið á þann fund. Árni ætlar hins vegar að mæta, en segir það þó miður að halda þurfi slíkan fund.

„Það þyrfti engan fund ef ríkisstjórnin væri heil heilsu."

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.