Eyjaflotanum stefnt í land

20.Janúar'10 | 08:20

Kap ve VSV

EYJAFLOTANUM, alls um 30 skipum, verður stefnt í land á morgun og á fimmtudagskvöld verður haldinn fundur í Vestmannaeyjum. Yfirskrift hans er „fyrnum fyrningarleiðina“ og verður ýmsum aðgerðum stjórnvalda mótmælt. „Hvatinn að þessum aðgerðum er harður og heitur, hundrað manna fundur skipstjóra og háseta milli jóla og nýárs sem sagði nei við fyrningarleið, nei við 5% útflutningsálagi og nei við niðurfellingu sjómannaafsláttar,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Breiður hópur stendur að fundinum, það eru Sjómannafélagið Jötunn, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi, bæði félög útvegsbænda, fiskvinnslan í Eyjum og bæjaryfirvöld. Þórður Rafn Sigurðsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, segir Eyjamenn óánægða með alla þessa þætti og nefnir sem dæmi að 5% útflutningsálag hafi beina tekjuskerðingu í för með sér. „Við viljum mótmæla valdníðslu stjórnvalda og þá sérstaklega sjávarútvegsráðherra, það er ekki hægt að tala við þessa menn," segir Þórður Rafn. Bergur Kristinsson, formaður Verðandi, tekur í sama streng og segir að 5% útflutningsálag samsvari því að missa eitt skip frá Eyjum og þau störf sem því fylgi.

Stendur og fellur með tekjum sjávarútvegsins
Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að tekjur bæjarfélagsins í Eyjum standi og falli með tekjum sjávarútvegsins. „Allt sem verður til þess að skaða arðsemi greinarinnar bitnar beint á pyngju sérhvers bæjarbúa og bæjarkassans. Þegar vel árar í sjávarútvegi þá árar vel í rekstri bæjarfélagsins. Handaflstilflutningur á verðmætum yrði gríðarlegt áfall fyrir alla samfélagsgerðina hér.

Ef við lítum á boðaða breytingu ráðherra á skötuselskvóta þá kostar hún ein og sér hagkerfi Eyjanna um 400 milljónir króna á ári og tekjur sjómanna hér myndu rýrna um 140 milljónir. Útflutningsálagið kostar á sama hátt um 200 milljónir og tap sjómanna vegna breyttra vigtarreglna er um 70 milljónir. Fyrningarleiðina þarf ekki að ræða, því fyrirtækin og samfélagið hér færu lóðbeint á hausinn með slíkum aðgerðum. Fundur þessa breiða hóps ætti því ekki að koma nokkrum manni á óvart," segir Elliði Vignisson bæjarstjóri.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is