Bæjarráð leggur til verðskrá og ferðaáætlun Herjólf frá 1.júlí næstkomandi

20.Janúar'10 | 07:37

Herjólfur

Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði í gær um ferðaáætlun og gjaldskrá Herjólfs eftir að siglingar hefjast í Land-Eyjahöfn 1. júlí nk.
Eins og áður hefur komið fram hafa engar nýjar ákvarðanir verið teknar um gjaldskrá og ferðaáætlun frá því að ríkiskaup bauð út rekstur á siglingaleiðinni í janúar 2008 í útboði nr. 14396. Bæjarráð hefur áður ítrekað óskað eftir upplýsingum um það hvort að þær forsendur sem kynntar voru í útboðinu stæðu. Þá hefur bæjarráð einnig ítrekað fundið að því að ákvarðanir hafi ekki verið kynntar fyrir íbúum og fyrirtækjum.

i. Ferðaáætlun:
Í útboði ríkiskaupa á rekstri Herjólfs var gert ráð fyrri því að Herjólfur myndi sigla 1800 ferðir á ári í Land-Eyjahöfn eða tæplega 5 ferðir að meðaltali á dag. Samgönguráðherra hefur nýlega sagt: „Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og allar stofnanir þess þurfa að sæta 10% niðurskurði vegna efnahags erfiðleika landsins."
Bæjarráð telur það bæði sanngjarnt og eðlilegt að hið sama gildi um Vestmannaeyjar og aðra staði á landinu. Því tekur bæjarráð undir áherslur samgönguráðherra og að leggur það formlega til að í stað þeirra 1800 ferða sem stefnt var að fyrir hrun verði ferðir 10% færri eða 1620 á ári. Með slíkri tillögu telur bæjarráð sig vera að leggjast á sveif með ráðherra samgöngumála og leggja þar með til að sami niðurskurður verði látin eiga við um Vestmannaeyjar og aðra staði á landinu, þrátt fyrir að Vestmannaeyjabær sé næststærsti þéttbýliskjarni á landsbyggðinni utan suðvestur hornsins og einangrað eyjasamfélag í ofanálag.
Meðfylgjandi er tillaga bæjarráð um áætlun Herjólfs í Land-Eyjahöfn á ársvísu.

ii. Gjaldskrá
Í útboði ríkiskaupa í janúar 2008 á rekstri Herjólfs var gert ráð fyrir því að hver eining í Herjólf eftir að siglingar hæfust í Land-Eyjahöfn kostaði 250 krónur. Gengið var út frá því að fullborgandi farþegi greiddi 2 einingar (500 krónur), að greiddar væru 4 einingar fyrir bíl (1000 krónur), og að afsláttarkjör fyrir stórnotendur yrðu 40%.

Einnig hefur samgönguráðherra réttilega bent á að niðurskurður og hækkanir verði að koma eins við Eyjamenn og aðra.

Bæjarráð telur það því bæði sanngjarnt og eðlilegt að gjaldskrá sú sem kynnt var í útboði ríkiskaupa taki breytingum miðað við vísitöluþróun (ferjuvísitala) frá þeim tíma sem útboðið var kynnt til dagsins í dag. Því tekur bæjarráð undir áherslur samgönguráðherra og samþykkir að leggja það formlega til að áður kynnt gjaldskrá taki breytingum í samræmi við verðlagsþróun sem eru um 20%. Fullborgandi farþegi greiði þannig 600 krónur fyrir farið og 1200 krónur fyrir bíl, aðrar breytingar verði í samræmi við það.

Með þessari tillögu telur bæjarráð sig vera að leggjast á sveif með ráðherra samgöngumála og bjóðast til að láta sömu gjaldskrárhækkanir eiga við um Vestmannaeyjar og aðra staði á landinu jafnvel þótt landfræðileg sérstaða sé sú sem raunin er.

Meðfylgjandi er tillaga bæjarráðs um gjaldskrá í Herjólfs í siglingum í Land-Eyjahöfn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma fyrrgreindum samþykktum til samgönguráðherra. Þá óskar bæjarráð eftir endurgjöf og svörum ráðherra eins fljót og verða má.
Enn fremur felur bæjarráð bæjarstjóra að koma fyrrgreindum samþykktum til þingmanna suðurlands og óska eftir afstöðu þeirra, hvers og eins, til þessara tillagna.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.