Þingmaður hvattur til að fara að lögum

18.Janúar'10 | 07:33

arni

Ríkisendurskoðun hefur hvatt Árna Johnsen, þingmann Sjálfstæðisflokksins, til að skila fjárhagslegum upplýsingum um framboð sitt til alþingiskosninga 2007. Árni átti að skila gögnunum í síðasta lagi 25. október.
Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka varða brot gegn þeim allt að sex ára fangelsi og það er Ríkisendurskoðun sem sker úr um hvort kæra skuli frambjóðendur eða ekki.

Lárus Ögmundsson, skrifstofustjóri hjá Ríkisendurskoðun, segir að það kunni að vera svolítið harkalegt að kæra vegna þessa að svo stöddu, miðað við það sem gengur og gerist í samfélaginu, til að mynda við skil á skattframtölum.

„Árni er búinn að fá hvatningu frá okkur. Hann ber því við að hann hafi sent þetta, en við höfum ekkert fengið," segir Lárus. Árni sjálfur geti einn bætt úr þessu.

Árni Johnsen segir að upplýsingarnar hafi misfarist hjá Ríkisendurskoðun, nema eitthvað hafi farið úrskeiðis í tölvumálum, þegar hann hafi sent upplýsingarnar í gegnum Alþingi.

„Ég á eftir að ganga frá þessu aftur, en hef bara ekki verið í bænum síðustu daga," segir hann.

Aðrir sjálfstæðismenn sem ekki hafa skilað umræddum upplýsingum eru Kjartan Þ. Ólafsson á Selfossi og Sigurlaug Hanna Leifsdóttir á Akureyri.
Allir frambjóðendur Frjálslynda flokksins hafa nú skilað uppgjöri. Áður höfðu allir frambjóðendur Framsóknar skilað sínu. Einn samfylkingarmaður, Pétur Tyrfingsson, hefur engu skilað.

Fjórir af þeim átta sem eiga eftir að skila gögnunum eru í VG: Heimir Björn Janusarson, Paul Nikolov og Þorvaldur Þorvaldsson í Reykjavík. Einnig Jósep B. Helgason á Akureyri.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%