Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans hvetja alla sem þátt taka í stjórnmálum að mæta hverju máli á heiðarlegan og málefnalegan hátt

16.Janúar'10 | 07:53

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Á fundi bæjarstjórnar í gær var tekið fyrir opið bréf Kristjáns Möllers ráðherra til Elliða Vignissonar bæjarstjóra. Sitt sýnist hverjum um innihald bréfsins og voru fulltrúar minni- og meirihluta ekki sammála og ályktuðu um málið með sitthvorri ályktuninni.

Ályktun minnihlutans má lesa hér:

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans harma að umræður um samgöngur við Vestmannaeyjar, séu fallnar á það stig sem birtist í fjölmiðlum síðustu daga.
Málefnið er of stórt og mikilvægt til þess. Undirrituðum er ljóst að efnahagur íslensku þjóðarinnar er ekki sterkur um þessar mundir og mikill niðurskurður er óhjákvæmilegur í útgjöldum ríkisins, jafnvel í heilbrigðis- og menntakerfi. Því ber að þakka samgönguyfirvöldum fyrir að slá hvergi af og tryggja fjármagn í uppbyggingu á Landeyjahöfn í framtíðinni í samgöngum við Vestmannaeyjar. Það er viðurkenning á skilningi og þörfinni á bótum. Þetta ber bæði að þakka og virða.

Samgönguyfirvöld verða að gera sér grein fyrir því að slakar og ófullnægjandi samgöngur við Vestmannaeyjar um árabil, hafa skaðað samfélagið. Linnulaust barátta bæjarstjórnar fyrir skilningi og bótum hefur loksins skilað árangri. Það er bæjaryfirvöldum því bæði þungt og erfitt að sætta sig við niðurskurðarhnífinn. Það kann að birtast, bæði í umræðum og bókunum. Að gefnu tilefni skal á það bent að Elliði Vignisson er framkvæmdastjóri bæjarstjórnar Vestmannaeyja og fylgir eftir ákvörðunum hennar.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans hvetja alla sem þátt taka í stjórnmálum að mæta hverju máli á heiðarlegan og málefnalegan hátt. Erjur og þras skila minni árangri. Það höfum við reynt í starfi okkar á þessu kjörtímabili.

Páll Scheving Ingvarsson
Guðlaugur Friðþórsson
Stefán Óskar Jónasson

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).