Samgönguráðherra sendir bæjarstjóra Vestmannaeyja tóninn

15.Janúar'10 | 08:41

Kristján Möller Samgönguráðherra

Töluverða athygli í Vestmannaeyjum hefur vakið bréf sem Kristján Möller, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, hefur sent bæjarstjóranum Elliða Vignissyni. Þar er ráðherranum nokkuð heitt í hamsi og undrast hann að bæjarstjórinn segist sýna því skilning að skera þurfi niður en vilji að það verði gert alls staðar nema í hans bæjarfélagi.
Var af þessum sökum bæjarstjórnarfundi frestað í gærdag til að gefa fulltrúum í bæjarstjórn færi á að kynna sér bréf ráðherrans en fundurinn hefur verið settur í dag. Eyjafréttir greina frá þessu.

Forsögu þessa deilna má rekja til opins bréfs Elliða til ráðherra þar sem talið var að niðurskurðarhnífur ráðherrans kæmi óþarflega hart niður á íbúum Vestmannaeyja og á það bent að enn einu sinni væri skorið niður í ferðum Herjólfs milli lands og Eyja. Skrifaði bæjarstjórinn að ráðherra hefði ekki svo mikið sem svarað bréfum sínum vegna málsins en með þessu væri verið að færa samgöngur bæjarbúa aftur um tíu ár.

Svaraði Kristján bréfinu daginn eftir og benti á að allar stofnanir, að meðtalinni Vegagerðinni, þurfi að skera niður í því árferði sem nú ríki og einn stór þáttur hjá Vegagerðinni séu samgöngur við Eyjar.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og allar stofnanir þess þurfa að sæta 10% niðurskurði vegna efnahagserfiðleika landsins. Vegagerðin sleppur ekki frekar en aðrir. Því á Vegagerðin aðeins einn kost að skera niður og hagræða á öllum sviðum. Undrast hann að Elliði sýni niðurskurði skilning svo lengi sem það bitni ekki á Eyjamönnum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.