Af Icesave og útgerð

14.Janúar'10 | 14:55

Georg Arnarson

Þó nokkrir hafa spurt mig að undanförnu um hver munurinn sé á þeim Icesave samningi sem við munum sennilega fella, og þeim samningi með fyrirvörum sem Bretar og Hollendingar höfnuðu. Munurinn er að mínu mati aðallega þrjú atriði, í fyrsta lagi áttum við, samkvæmt fyrirvörunum, að hætta að borga eftir 2024, þó að eitthvað stæði út af. Ef hagvöxtur færi niður fyrir 3,5% myndi greiðslan lækka en við samt hætta að borga 2024 og í þriðja lagi, vildu Bretar og Hollendingar ekki hafa ákvæði í samningnum um að hægt væri að vísa málinu fyrir dóm.

Margir hafa komið að máli við mig og velt upp þeirri spurningu, hvers vegna formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Ben virðist ekki vita í hvorn fótinn hann eigi að stíga í varðandi afstöðu sína til Icesave. Flestir eru á þeirri skoðun að það sé vegna þrýstings frá útgerðarmönnum, sem telja að ef kosið verði um Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá verði hugsanlega kosið næst um kvótakerfið?

En af útgerðinni er það að segja, að kvótaleigan slær nýtt hæðarmet vikulega, á meðan fiskverðið stendur í stað og alveg ljóst að ákvörðun fyrirtækja eins og t.d. Vinnslustöðvarinnar, sem hafa verið í forystu þeirra fyrirtækja sem leigt hafa hvað mestar aflaheimildir frá sér undanfarin ár, um að leigja ekki frá sér aflaheimildir að undanförnu og nota það að öllum líkindum til þess að búa til enn meiri þrýsting á núverandi stjórnarflokka um að breyta ekki kvótakerfinu. Reyndar kannast þeir ekki við þetta, en þegar maður les Fréttir í kvöld þar sem kemur fram að LÍÚ klíkan hótar að senda flotann í land ef kvótakerfinu verði breytt, þá efast maður ekki. Einnig heyrði ég í skipstjóra á kvótalausum bát um daginn, sem einmitt orðaði þetta þannig að það hefði verið mikið betra að starfa í þessu kerfi áður en menn fóra að hóta því að breyta því,ótrúleg skammsýni þar .

En um hvað snýst þetta kvótakerfi, hvert var upprunalegt markmið og hver er staðan?

Þegar kerfið var sett á var markmiðið fyrst og fremst tvíþætt, það fyrra að fækka skipum vegna þess að við værum að veiða allt of fáa fiska með allt of mörgum skipum, en þessu atriði lauk eins og frægt er með svokölluðum Valdimars dóm. Hitt atriðið var að með fækkun skipa myndu aflaheimildir aukast hratt og örugglega, en eins og allir vita, þá er þorskkvótinn í sögulegu lágmarki þrátt fyrir að við höfum verið í þessu fáránlega kvótakerfi í tæplega 30 ár. Hitt er svo hins vegar enn alvarlega, að staðan er þannig í dag að vegna frjálsa framsalsins þá eru skuldir sjávarútvegsins taldar vera upp undir 900 milljarðar í dag, á meðan heildar verðmæti allra aflaheimilda á Íslands miðum eru aðeins ca. 500 milljarðar, sem sé hver einasti tittur á Íslands miðum er nú þegar veðsettur amk. tvisvar sinnum og þessu kerfi vilja menn halda áfram, ótrúlegt en satt.

Meira seinna.

http://georg.blog.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.