Fellst á tillögu Eyjamanna

13.Janúar'10 | 18:01

Herjólfur

Kristján Möller samgönguráðherra fellst á tillögur bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar um að færa laugardagsferð Herjólfs, nú þegar ákveðið hefur verið að fella niður aðra ferðina á þriðjudögum og laugardögum.
Bæjarráð Vestmannaeyja hefur gagnrýnt þá ákvörðun stjórnvalda að fækka ferðum Herjólfs vegna sparnaðar og einnig gagnrýnt að samgönguráðherra svari ekki erindum bæjarráðs.

Bæjarráð óskar eftir því að Herjólfur sigli frá Eyjum klukkan 14 á laugardögum og til baka klukkan 18. „Með því móti verður tryggt að ákvörðun ráðherra kosti börn í Vestmannaeyjum einungis eina gistinótt aukalega í tengslum við íþróttamót í stað tveggja ef áætlun verður sú sem lagt hefur verið til," segir í ályktuninni.

„Elliði Vignisson [bæjarstjóri í Vestmannaeyjum] sendir okkur rétt einu sinni kveðjurnar," segir Kristján Möller samgönguráðherra. Hann segist hafa verið að lesa viðtal við Elliða á Eyjafréttum.

Kristján segir að því miður verði að fækka ferðum Herjólfs um tvær á viku fram á vor. Vegagerðin hafi komið fram með sínar tillögur um fyrirkomulag. Eyjamenn hafi verið óhressir með að það yrði bara ein ferð á laugardögum en ekki komið fram með sínar hugmyndir.

„Við lesum það svo á Eyjafréttum í dag að bæjarráð leggur til að breyta ferðinni á laugardögum. Þetta er fín tillaga og það verður orðið við henni," segir Kristján.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.