Eldur í Eyjum

13.Janúar'10 | 15:22

slökkvilið

Eldur kom upp í bílskúr í Vestmannaeyjum í dag en tilkynning barst slökkviliði klukkan 14:42 og var slökkvilið komið á staðinn sjö mínútum síðar. Þegar að var komið var reykur í bílskúrnum en lítill eldur.
Talið er að snögg viðbrögð slökkviliðsins hafi komið í veg fyrir meira tjón en raunin varð en skemmdir eru óverulegar og engin slys urðu á fólki. Kona í næsta húsi sagði í samtali við fréttaritara fréttastofu í Vestmannaeyjum að hún hefði gáð að húsinu hálftíma áður en eldurinn kom upp, og hefði ekki séð neitt óvenjulegt.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.