Bæjarráð hvetur ríkisstjórn til að gæta að grunnþjónustu við íbúa í landinu þrátt fyrir mikilvægan niðurskurð

12.Janúar'10 | 17:27

Herjólfur

Bæjaráð fjallaði um þá válegu stöðu sem komin er upp í samgöngumálum. Sannarlega þarf að draga saman í ríkisrekstri, á því ríkir skilningur í Vestmannaeyjum og víðar.
Eftirfarandi niðurskurður sem átt hefur sér stað á seinustu misserum sýnir hinsvegar hversu langt ríkisstjórn gengur gagnvart íbúum Vestmannaeyja. Algert skilningsleysi er gagnvart þeirri staðreynd að Vestmannaeyjar eru annar stærsti þéttbýliskjarni á landinu utan suðvesturhorns landsins.

i. Vegna erfiðrar stöðu í ríkisfjármálum hefur nú verið tekin ákvörðun um að hætta niðurgreiðslu á flugi milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur sem líklega verður til þess að flug á þessari leið leggst niður. Í mörg ár var flug í mýflugumynd milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Í góðu samstarfi við heimamenn var flug á þeirri flugleið endurreist þegar samið var við Flugfélag Íslands um þjónustu á þessari flugleið. Síðan þá hafa Vestmannaeyjabær, Flugfélag Íslands og ferðaþjónustuaðilar í Vestmannaeyjum varið stórfé og orku í markaðsetningu á flugleiðinni. Það hefur skilað því að á þeim tíma sem farþegum á aðra staði á Íslandi hefur dregist saman um 16 til 20% hefur aukningin verið um 9% á flugleiðinni Vestmannaeyjar - Reykjavík.

ii. Vegna erfiðrar stöðu í ríkisfjármálum var hætt við smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Eyjamenn hafa í mörg ár beðið eftir nýrri ferju sem sigla átti í Landeyjahöfn. Ákvörðun um að falla frá nýsmíði hennar var ein af fyrstu niðurskurðarákvörðunum ríkisstjórnar

iii. Vegna erfiðrar stöðu í ríkisfjármálum verður gjaldskrá líklega hækkuð og ferðum fækkað. Í hart nær áratug hafa Eyjamenn beðið eftir úrlausn á samgönguvanda þeirra. Ákvörðun um Landeyjahöfn var á sínum tíma umdeild en eftir að ákvörðun var tekin hefur ríkt samfélagsleg sátt um þá leið. Þar ráða mestu loforð ráðamanna um hagstæða gjaldskrá og hátt þjónustustig hvað ferðatíðni varðar. Miðað við svör ráðherra við skriflegri fyrirspurn þingmanns Sunnlendinga verður ekki staðið við þau fyrirheit.

iv. Vegna erfiðrar stöðu í ríkisfjármálum var ekki viðunandi afleysingakostur fyrir Herjólf á meðan á slipptöku hans stóð. Seinustu ár hefur ríkt samkomulag milli Vestmannaeyjabæjar, atvinnulífsins í Vestmannaeyjum, hins almenna bæjarbúa og samgönguyfirvalda um að í lengri frátöfum Herjólfs vegna slipptöku og viðhalds myndi sambærilegt skip veita þjónustu á siglingaleiðinni. Vegna erfiðrar stöðu í ríkisfjármálum var þetta samkomulag ekki virt og ófullnægjandi kostur notaður í staðinn. Slíkt olli fyrritækjum miklum fjárhagslegum skaða og samfélaginu verulegum óþægindum.

v. Vegna erfiðrar stöðu í ríkisfjármálum hefur orðið óhóflegur dráttur á öllum ákvörðunum um þá hlið framkvæmdarinnar við Landeyjahöfn sem snýr að hinum almenna notanda. Takmarkaðar upplýsingar hafa borist um gjaldskrá og ferðaáætlun. Sömuleiðis hafa nánast engar upplýsingar borist um hvernig samgöngum milli Landeyjahafnar og Reykjavíkur verður háttað.
vi. Vegna erfiðrar stöðu í ríkisfjármálum var dregið stórlega úr þjónustu flugturnsins í Vestmannaeyjum. Þjónustustigi var breytt úr flugumsjón í svo kallað AFIS, þar með var menntunarkrafa til starfsmanna lækkuð og dregið úr þjónustu.

vii. Vegna erfiðrar stöðu í ríkisfjármálum var dregið mjög úr afgreiðslutíma flugvallarins í Vestmannaeyjum og þjónusta við flugrekendur og flugfarþega verulega skert.

viii. Vegna erfiðrar stöðu í ríkisfjármálum hefur nú verið ákveðið að hverfa frá grunnáætlun Herjólfs sem seinustu ár hefur verið tvær ferðir á dag allt árið. Áætlun gerir þar með eingöngu ráð fyrir 1 ferð á þriðjudögum og laugardögum.

Bæjarráð hvetur ríkisstjórn til að gæta að grunnþjónustu við íbúa í landinu þrátt fyrir mikilvægan niðurskurð.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.