Viðbrögð við biðlistum eftir leikskólavist 2010

11.Janúar'10 | 08:18

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Á seinustu árum hefur fæðingum blessunarlega fjölgað í Vestmannaeyjum frá því sem var þegar þær voru fæstar. Þannig fæddust 40 börn í Vestmannaeyjum árið 2005 en 53 árið 2009. Í viðbót við þetta hafa fjölskyldur með börn á leikskólaaldri verið að flytja til Vestmannaeyja.

Þessi jákvæða þróun hefur gert það að verkum biðlisti hefur lengst umfram þau markmið sem Vestmannaeyjabær hefur sett sér sem er að veita börnum 18 mánaða og eldri aðgengi leikskóla. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur lagt til viðbótarframlag til reksturs leikskóla í þeim tilgangi að fjölga leikskólaplássum.

Framkvæmdastjóri og bæjarstjóri hafa nú þegar fundað með leikskólastjórum, skólastjóra grunnskóla, leikskólafulltrúa, fræðslufulltrúa og fleiri fagmönnum um það hvernig fjármagnið nýtist best til að auka þjónustu leikskóla, styðja við faglega þróun og stytta biðlista. Með hliðsjón af niðurstöðu þeirra funda samþykkir fræðslu- og menningarráð eftirfarandi tillögur;

Meginreglan verður að öll börn á 5. ári fari yfir á 5 ára deildina í Hamarsskóla. Starf skólanna skal taka mið af því.

·Leikskólinn Kirkjugerði og Sóli skulu að jafnaði hafa 166 - 168 börn 18 mánaða til 4 ára. Ekki verða tekin inn á leikskóladeildir bæjarins yngri börn en 18 mánaða. 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).