Eyjamenn gefa af sér

6.Janúar'10 | 09:28

Eyverjar

Það var gleðilegt að lesa fréttir þess efnis á aðventunni að Vestmanneyingar styddur við bakið  á því glæsilega starfi sem Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd vinna við að aðstoða þá sem búa við bág kjör. Vilberg kökuhús gaf 3600 súpubrauð, Vinnslustöðin gaf 900 kg af humri og Jóhanna Finnbogadóttir hafði forgöngu um að Vestmannaeyingar gæfu Fjölskylduhjálpinni smákökur. Allir þessir einstaklingar eiga stórt og mikið hrós skilið fyrir framtak sitt og rétt að minnast einnig á Samskip sem fluttu bæði humarinn og smákökurnar endurgjaldslaust.

Samdrátturinn hefur leikið marga grátt og víst að þessar gjafir hafa komið sér vel á mögum heimilum nú um jólin. Það er ekki sjálgefið að þeir sem finna minna fyrir samdrættinum gefi af sér til þeirra sem hafa orðið verr úti, því er þetta sérstaklega lofsvert.


En hví skyldi samdrátturinn hafa verið minni hér í Eyjum en víða annarstaðar um land? Sennilega er það vegna þess að þennslan sem var náði ekki hingað út til Eyja. Er þá nema von að maður spyji sig hversu sanngjarnt það sé að fyrst sé leitað hingað þegar niðurskurðarhnífurinn er kominn á loft.

Vestmannaeyjar, sem og megnið af landsbyggðinni, naut engan veginn þeirrar þennslu sem var í fjölda opinberra starfsmanna til jafns við höfuðborgarsvæðið. Þó Vestmannaeyingar hafi sumir hverjir sýnt það í verki að þeir sú aflögufærir er það þá eðlilegt að niðurskurðarhníf ríkisstjórnarinnar sé beitt á skurðstofuna hér í Eyjum? Er það eðlilegt að leggja eigi niður skattstjóraembættið hér á meðan ýmsar opinberar stofnanir á höfuðborgarsvæðinu hafa hreinlega blásið út á undanförnum árum?

Á meðan Eyverjar hrósa þeim Eyjamönnum sem sýnt hafa nágrönnum okkar á Norðurey hlýhug að undanförnu viljum við biðja nágranna okkar að leyfa þessum fáu opinberu störfum sem eftir eru í Eyjum að vera hér áfram.

Stjórn Eyverja

tekið af www.eyverjar.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.