Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni sem leið

4.Janúar'10 | 16:51

Lögreglan,

Áramótin fóru að mestu vel fram en þó var nokkur erill hjá lögreglu vegna hinna ýmsu mála sem komu upp.  Nokkuð var um kvatanir vegna hávaða vegna skemmtanahalds í heimahúsum um helgina.  Þá var eitthvað um stympingar en engar kærur liggja fyrir.
Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni sem leið, en að kvöldi 29. desember sl. voru tveir menn stöðvaðir við komu Herjólfs til Vestmannaeyja og reyndust þeir vera með 40-50 gr. af kókaíni meðferðist. Þegar hefur verið gerð grein fyrir málinu í fjölmiðlum.

Í hinu tilvikinu lagði lögreglan hald á lítilræði af kannabisefnum eftir húsleit undir kvöld þann 30. desember sl. Liggur fyrir játning í því máli en um er að ræða karlmann á átjánda ári.

Laust eftir miðnætti á nýársnótt var tilkynnt um reyk frá íbúð að Áshamri 75. Þarna hafði pottur gleymst á eldavél þannig að reyk lagði frá. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir.

Undir morgun á nýársdag var lögreglu tilkynnt um að verið væri að brjótast inn að Vesturvegi 6. Er lögregla kom á staðinn var útidyrahurðin opin og rúða brotin á norðurhlið hússins. Engin var í húsinu og engar upplýsingar um að einhverju hafi verið stolið. Þar sem ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki óskar lögreglan eftir því að þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir við Vesturveg 6 á nýársdagsmorgun hafi samband við lögreglu.

Að morgni 2. janúar sl. komu lögreglumenn að mannlausri bifreið á Ráðhúströð, fyrir framan Ráðhúsið. Haft var samband við eiganda bifreiðarinnar sem taldi að bifreiðin hafi átt að vera fyrir framan heimili hans við Vesturveg. Taldi hann að bifreiðin hafi verið tekin ófrjálsri hendi. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.