Guðbjörg liggur ekki undir grun

4.Janúar'10 | 09:59

Gugga Matt Guðbjörg Mattíasdóttir

Embætti sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar, rannsakar þátt Glitnis í viðskiptunum með hlutabréf útgerðarkonunnar Guðbjargar Matthíasdóttur frá Vestmannaeyjum í lok september 2008. Guðbjörg sjálf og einkahlutafélag hennar Kristinn ehf. liggja því ekki undir grun í málinu, samkvæmt heimildum DV.
Guðbjörg seldi 1,71 prósenta hlut í bankanum fyrir 4,1 milljarð króna föstudaginn 26. september 2008 og hélt eftir jafnstórum hluta. Að frádregnum arðgreiðslum og þóknun fékk Guðbjörg um 3,5 milljarða króna í sinn hlut fyrir bréfin. Þremur dögum síðar tók íslenska ríkið yfir 75 prósenta hlut í bankanum og hluthafar hans töpuðu hlutafjáreign sinni. Þar tapaði Guðbjörg hinum helmingi hlutabréfa sinna í bankanum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.