Fjölbreytt dagskrá þréttándahátíðar sem hefst á fimmtudaginn

4.Janúar'10 | 08:59

Þrettándinn

Eyjamenn láta sér ekki nægja einn dag til að halda upp á þréttándan svokallaða heldur verður heil helgi notuð til þess í ár.

Dagskráinn byrjar á fimmtudaginn og stendur hún til sunnudags, m.a. er á dagskránni Tröllamessa í Stafkirkjunni en þar messar hinn ungi séra Ólafur Jóhann Borgþórsson prestur í Seljakirkju.

Dagskrá þrettándahátíðar álfa, trölla og jólasveina 7. - 10. janúar 2010

Fimmtudagur
Kl. 21.00 Eyjakvöld á Kaffi Kró - Valdir eyjatónlistarmenn taka lagið

Föstudagur

15.00 - 17.00: Grímuball Eyverja í Höllinni
Jólasveinninn færir öllum börnum nammipoka og þátttökupening. Sérstök verðlaun verða veitt fyrir líflegustu framkomuna, besta heimahannaða búninginn og besta keypta búninginn.

19.00: Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV
(Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll og m.fl.)

00.00: Þrettándaball - Grímuball fyrir fullorðna
Vinir vors og blóma leika fyrir dansi

Útsölur og þrettándatilboð í fjölda verslanna


Laugardagur
11.00 til 16.00: Langur laugardagur í verslunum
Sértilboð og tröllaútsölum

12.00 - 22.00: Álfa og tröllaréttir á veitingastöðum bæjarins.

10.00 til 15.00: Tröllagleði í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja
Fjölskylduleikir í öllum íþróttasölum undir stjórn íþróttaþjálfara


14.00 - 16.00
Opið hús á Slökkvistöð Vestmannaeyja. Tæki og tól til sýnis m.m.

14.00 - 16.00
Opið hús á náttúrugripasafninu
Frítt inn

16.00: Svölukot. - Gimsteinar meistaranna - Opnun á sýningu á helstu gimsteinum listaverkasafns Vestmannaeyjabæjar - Lifandi tónlist m.m.
Sýning á málverkum Kjarvals og annarra meistara sem eru í eigu Vestmannaeyjabæjar.

Veitingastaðir - Local food í EyjumOpið á veitingastöðum fram eftir nóttu...
Lundinn - Silfur
Vulcano Café - Daddi disco
Café Cornero - opið til 03.00 .

 


Sunnudagur
11.00: Barna og fjölskylduguðsþjónusta í Landakirkju

13.00: Tröllamessa í Starfkirkjunni
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson messar í stafkirkjunni

14.00: Álfar og tröll í Eyjum - Upplestur og sögur í bókasafni Vestmannaeyja.
Valdir leikarar leika og lesa álfa- og tröllasögur úr Eyjum

14.00 til 16.00
Opið hús á sögusetrinu 1627 og í Pálsstofu

Útvarp GUFAN verður með útsendingar alla helgina

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.