Stórskemmdir í Barnaskóla Vestmannaeyja vegna leka

1.Janúar'10 | 18:34

Barnaskóli

Töluverðar skemmdir urðu á Barnaskólanum í Vestmannaeyjum í dag þegar að vatnsrör í loftræstikerfi gaf sig með þeim afleiðingum að vatn flæddi um stóran hluta af húsinu. Um 15 - 20 sentimetra þykkt vatnslag var á gólfi hússins eftir lekann.
Þórarinn Ólafsson, umsjónarmaður með húsinu, segir að slökkvilið hafi unnið hörðum höndum að því að bjarga því sem bjarga verður. Þá hafi kennarar verið ræstir út til þess að þeir geti bjargað vinnugögnum sínum og öðru sem þeim tengjast. Mesta tjónið var í þeim hluta hússins þar sem kennarar geyma sín gögn.

Þórarinn segist ekki getað sagt með vissu hvort þetta muni hafa þau áhrif að hliðra þurfi til fyrstu skóladögum á nýja árinu. Hins vegar séu Vestmannaeyingar ekki vanir að láta smámuni trufla sig.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).