Stórskemmdir í Barnaskóla Vestmannaeyja vegna leka

1.Janúar'10 | 18:34

Barnaskóli

Töluverðar skemmdir urðu á Barnaskólanum í Vestmannaeyjum í dag þegar að vatnsrör í loftræstikerfi gaf sig með þeim afleiðingum að vatn flæddi um stóran hluta af húsinu. Um 15 - 20 sentimetra þykkt vatnslag var á gólfi hússins eftir lekann.
Þórarinn Ólafsson, umsjónarmaður með húsinu, segir að slökkvilið hafi unnið hörðum höndum að því að bjarga því sem bjarga verður. Þá hafi kennarar verið ræstir út til þess að þeir geti bjargað vinnugögnum sínum og öðru sem þeim tengjast. Mesta tjónið var í þeim hluta hússins þar sem kennarar geyma sín gögn.

Þórarinn segist ekki getað sagt með vissu hvort þetta muni hafa þau áhrif að hliðra þurfi til fyrstu skóladögum á nýja árinu. Hins vegar séu Vestmannaeyingar ekki vanir að láta smámuni trufla sig.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.