Völvan segir Elliða sterkan á næsta ári en bara í bekkpressu

31.Desember'09 | 07:04

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Enn og aftur berst tölvupóstur frá konu sem kallar Völva eyjamær rétt fyrir áramótin inn á ritstjórn eyjar.net þar sem hún fer yfir það sem hún sér bregða fyrir á árinu 2010.
Stjórnmál:
Völvan sér fyrir gríðarlega spennandi kosningar til sveitastjórna í maí og verður spennan aðallega í þá átt hvort VG-liðum takist að nái manni af V-listanum. Það verður Aldís Gunnarsdóttir sem verður kosin í bæjarstjórn fyrir VG-liða.
Völvan sér einnig Elliða Vignisson fyrir sér sem sterkan bæjarstjóra og þá aðallega í bekkpressu og nær hann þeim árangri að lyfta 10kg meira en Svavar litli bróðir hans en Svavar verður ennþá betri í öðrum íþróttagreinum.
Völvan sér gríðarlegt stórmál koma upp varðandi stjórnmálamennina í eyjum og sér hún þá þiggja fríia ferð upp í Bakkafjöru þegar ný siglingaleið verður tekin í gagnið. Mun málið verða kært til Umboðsmanns Alþingis og DV.is mun fjalla mikið um málið.

Íþróttir:
Íþróttalífið á eftir að verða erfitt á árinu 2010 samkvæmt spá Völvunnar og sér hún meðal annars að grunnur ný knattspyrnuhús náð hið minnsta til helvítis svo djúpur verður hann á árinu. Knattspyrnuráðið á eftir að lenda í miklum vandræðum á árinu og þá sérstaklega þar sem hætt verður að framleiða ostapopp og Gestur Magnússon verður því svangur á varamannabekknum allt næsta sumar. Enga titla sér hún á árinu en hún sér þó að gömlu mennirnir Tryggvi Guðmundsson og Yngvi Magnús eigi eftir að blómstra.
Íþróttamaður ársins 2010 verður svo Valtýr Auðbergsson kylfingur en Valtýr má ná þeim frábæra árangri að spila 72 holur á dag í landlegu sumarsins.

Framkvæmdir:
Enn og aftur sér Völvan fram á það að framkvæmdir við Baldurshaga muni klárast en í þetta skiptið nefnir hún hvorki mánuð né ár. Miklar framkvæmdir sér hún fyrir á hafnarsvæðinu og horfir hún þá aðallega til þess að gamla dráttarbrautin verður endurreist þar sem vandræði með önnur uppítökumannvirki halda áfram.
Unnið verður áfram að framkvæmdum í stærsta sankassa Ísland eða Pompei Norðursins og munu börn fá að sinna uppgreftrinum næsta sumar.

Menningarmál:
Menning eyjanna á eftir að blómstra á árinu samkvæmt því sem Völvan sér, Vinir Sidda munu slá í gegn eftir að gefinn verður út diskurinn „Árni Johnsen rocks" fyrir Playstation 3.
Nýtt eyjaband mun næsta sumar eiga heitasta sumarsmellinn á FM 957. Í bandinu eru þær Írís Róbertsdóttir, Halla Svavarsdóttir, Kjartan Vídó og Helga Björk Ólafsdóttir, bandið mun heita Fjögur blá á bekk.

Verslun í eyjum:
Tóta Turn, Nova og Jónsborg munu opna aftur í sinni upprunalegri mynd og en því miður munu eigendur Vídeóklúbbsins ekki sjá sér fært að opna á komandi ári.
Daddi Diskó mun vera að leita að hentugu húsnæði allt næsta ár til að endurvekja verslunina Adam og Eva en það mun dragast á langin að opna þá verslun að nýju. 

Einstaklingar í eyjum:
Magnús skó Steindórsson: Enn og aftur sér Völvan hr Magnús Skó í kúlunni sinni og að þessu sér hún Magnús slá í gegn með nýja viðskiptahugmynd. Hann mun opna á árinu hádegisverðaveitingastað á kaffistofu Axel Ó og mun hann bjóða þar upp á grillaðar samlokur og eðal kaffi í eftirmat.

Sigrún Sigmarsdóttir mun á árinu verða kosin verða miss Facebook í alþjóðlegri keppni facebook notenda og mun hún þar sigra Valtý Auðbergs og Kidda Gogga.

Gísli Foster mun á árinu ná þeim árangri taka lagið með vini sínum Bono á tónleikum í Berlín og verða þessir tónleikar haldnir fyrir þá aðdáendur U2 sem hafa mætt á fleiri tónleika en 100 með U2.

Adólf Þórsson: miklar sprengingar verða í kringum formann Björgunarfélagsins Adólf Þórsson um næstu áramót en þær munu væntanlega standa yfir í þrjá daga.

Völvan óskar eyjamönnum gleðilegs árs og minnir á að lestur völvunnar er ætlaður fólki með húmor fyrir sér og sínum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.